Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the MorningSítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, járn, kalsín og kalín, auk trefja og sítrónusýru.[1] (Frumefnin kalsín (Ca) og kalín (K) eru stundum nefnd kalsíum og kalíum en um íslensk heiti frumefna er hægt að lesa í svari við spurningunni Hvað heita öll frumefnin?) Yfirleitt neyta menn aðeins safans úr sítrónum. Í honum eru engar trefjar, sáralítið A- og E-vítamín, sáralítið kalsín og mun minna fólasín heldur en í heilum sítrónum. Safinn er aftur á móti ríkur af C-vítamíni, kalíni og sítrónusýru.[2] Sítrónusýra gerir sítrusávexti súra, með lágt pH-gildi. Sítrónusýra getur leyst upp tannglerunginn og valdið glerungseyðingu sem er óafturkræfur sjúkdómur og lýsir sér í mikilli næmni fyrir hita og kulda og síðar sársauka.[3]

Safi úr sítrónum er ríkur af C-vítamíni, kalíni og sítrónusýru en í honum eru engar trefjar og sáralítið A- og E-vítamín.
Niðurstaða
Sítrónur og aðrir sítrusávextir eru næringarrík matvæli sem ættu að vera hluti af fjölbreyttu fæði okkar allra. C-vítamín og kalín eru lífsnauðsynleg næringarefni sem við fáum úr grænmeti, ávöxtum, berjum, hnetum, fræjum og baunum. Tannanna vegna er betra að drekka sítrónusafa í hófi eða með röri svo tennurnar komist hjá sýrubaði. Engar vísbendingar eru um að sítrónur og aðrir sítrusávextir lækni eða fyrirbyggi krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, beinþynningu, gigt, kvef eða aðrar sýkingar. Sítrónur og aðrir sítrusávextir eru því miður ekki töfralyf. Neðanmálsgreinar:- ^ Næringarefnatöflur - Íslenska - ISGEM - www.matis.is. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ Sama heimild og í nr. 1.
- ^ Acid erosion - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ Sama heimild og í nr. 1.
- ^ The Dark Side of Linus Pauling's Legacy. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ The kidney and acid-base regulation - Advances in Physiology Education. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ Heilræði - heilsuráðgjöf. (Skoðað 10.02.2015). Sama heimild og í nr. 6.
- ^ The pH Myth: Part 1. (Skoðað 10.02.2015). Alkaline diet - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ Nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði. (Skoðað 10.02.2015).
- ^ Sama heimild og sú seinni í nr. 8.
- File:Lemon tree 001.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 11.02.2015).
- File:Food AiyuLemonJelly.JPG - Wikimedia Commons. (Sótt 11.02.2015).