Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 443 svör fundust
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Úr því að til eru ljósmæður, eru þá líka til ljósfeður? Hver var þá fyrsti ljósfaðirinn á Íslandi?
Ef við trúum sköpunarsögu Biblíunnar þá var Adam líklega fyrsti ljósfaðirinn því hann er sá eini sem gat aðstoðað Evu. Á 18. öld voru fyrst sett lög um menntun í yfirsetufræðum og lög um laun, eða þóknun, til ljósmæðra á Íslandi. Í þessum lögum er gengið út frá því að nemendur í yfirsetufræðum séu kvenkyns og ...
Fyrir hvað stendur gríski bókstafurinn ómega og hvaða almenna merkingu hefur hann?
Gríski bókstafurinn ómega (W eða w) stóð í forngrísku fyrir langt o-hljóð. Það var einungis lengdin sem aðgreindi hann frá stafnum ómikron (O eða o), sem var skrifaður alveg eins og O í okkar stafrófi og stóð fyrir stutt o-hljóð. Þessi aðgreining sést raunar á nöfnum stafanna því að omega þýðir bókstaflega "stóra ...
Hvernig er skyrgerillinn til kominn?
Við skyrgerð er notað örlítið skyr úr fyrri framleiðslu, svonefndur skyrþéttir, til að byggja upp gerlaflóru í nýju skyri. Í stuttu máli er hefðbundin skyrframleiðsla þannig að undanrenna, sem hefur verið hituð í 90-100°C, er látin kólna í um 40°C og síðan er bætt út í skyrþétti og ostahleypi (renneti) og látið hl...
Hvar var fyrsti píramídinn?
Þrepapíramídinn í Sakkara. Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalan...
Af hverju eru Hafnfirðingar heimskir?
Í mörgum löndum eru héruð eða landsvæði sem sérstaklega eru notuð sem bakgrunnur fyrir ýmiss konar skopsögur. Sem dæmi má nefna Mols á Jótlandi sem er heimkynni Molbúa (d. Molboer) og af þeim eru margar sögur af þessum toga. „Molbúi“ er líka nokkuð algengt orð í íslensku nútímamáli samkvæmt leitarvélum á Veraldarv...
Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?
Meirihluti íbúa á Casamance-landsvæðinu í Senegal er fólk af Jola-ættflokknum. Á frönsku nefnist það Diola. Jola-fólkið finnst einnig víðsvegar um vestanverða Afríku, til dæmis í Búrkína Fasó, á Fílabeinsströndinni, í Malí, Gana, Gambíu og einnig í norðurhluta Gíneu-Bissá, þar sem fjöldi Jola-manna býr. Upprun...
Hvaðan kemur orðið mötuneyti?
Orðið mötuneyti er sett saman af orðunum mata ‛fæða, matur, nesti (í verið)’ og -neyti sem leitt er af sögninni neyta ‛njóta, eta, drekka’. Orðið þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‛hafa sameiginlegt ferðanesti, njóta matar með öðrum’. Mötunautur var þá sá sem var í mötuneyti með einhverjum...
Ég hef oft heyrt þá sögu að fáir þú skalla verðir þú ekki gráhærður og öfugt. Er eitthvað til í því eða er það bara eitthvað rugl?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Af hverju fá karlmenn skalla en ekki konur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur kemur fram að skalli er afleiðing þess að í hársverði eru svæði sem eru sérlega viðkvæm fyrir karlhormóninu testósteron. Karlhormónið veldur rýrnum í hárrótinni sem að lokum verður svo rýr að þau hár ...
Hver er skilgreiningin á orðinu peningur?
Á árum áður var orðið peningur aðallega notað yfir húsdýr eins og kýr, hesta og kindur. Eitt og sér er orðið ekki oft notað í þessari merkingu lengur, heldur segjum við í staðinn búpeningur þegar við viljum tala um húsdýr. Í dag notum við orðið yfir mismunandi gjaldmiðla, það er að segja hluti sem við borgum me...
Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?
Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...
Fær móðir sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan sambúðar?
Já, samkvæmt 2. málsgrein 30. greinar barnalaga nr. 20/1992 er meginreglan sú að móðir fær sjálfkrafa forsjá yfir barni fæðist það utan hjúskapar eða sambúðar. Þessi regla tekur mið af þörfum barnsins við upphaf ævinnar. Þó eru undantekningar frá þessari meginreglu. Samkvæmt 1. mgr. 33. gr. barnalaga geta fore...
Hver fann upp brandarann?
Ungversk-breski fræðimaðurinn Arthur Koestler telur fyndni vera háða tungumálinu og orðræðueðli þess. (Hægt er að lesa nánar um kenningar Koestler í svari við spurningunni Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?) Ef gengið er út frá þeirri skilgreiningu, sést að brandarinn gæti allt eins verið jafngamall tungumáli...
Hvað eru til margar apategundir í heiminum og hver þeirra er algengust og hver sjaldgæfust?
Til eru rúmlega 200 tegundir núlifandi apa eða apakatta (e. monkey). Til þess hóps teljast allir prímatar sem hafa rófu fyrir utan lemúra (e. lemurs), vofuapa (e. tarsier) og refapa (e. loris). Um 103 tegundir teljast til svokallaðra gamla heims apa, það er apa sem finnast frá Afríku til Asíu. Nýja heims apar eru ...