Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1306 svör fundust
Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?
Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...
Hvaðan eru eyrnamörk á búfénaði?
Eignarmörk voru hvarvetna nauðsynleg þar sem búfé gekk sjálfala um lengri eða skemmri tíma. Einfaldast var að skera með ýmsum hætti í eyru dýranna eða brennimerkja þau sem voru hyrnd. Einnig voru viðarmörk eðlileg þar sem rekavið bar á fjöru tiltekinnar jarðar og ekki voru strax tök á að hirða hann. Jafnvel þótti ...
Hvaðan er orðið vísindaferð komið og hvað felst í slíkri ferð?
Elsta dæmið um orðið vísindaferð er, samkvæmt ritmálsskrá Orðabókar Háskólans, frá árinu 1884 en þá kom það fyrir í tímaritinu Suðra sem Gestur Pálsson ritstýrði. Þar kemur orðið vísindaferð fyrir í tilkynningu um rit Þorvaldar Thoroddsen Ferðir á suðurlandi sumarið 1883. Í Suðra segir að Þorvaldur sé orðinnsvo ku...
Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...
Hvað er átt við með sviðshugtakinu í eðlisfræði? Hvernig er hægt að setja það fram án þess að lenda í hring?
Spyrjandi bætir einnig við:Að hvaða leyti er sviðshugtakið spor fram á við miðað við fjarhrifshugmyndir, til dæmis þær sem Newton setti fram?Allt frá því um miðbik nítjándu aldar hafa eðlisfræðingar talað um rafsvið (electric field) og margir kannast sjálfsagt einnig við hliðstæðu þess, segulsviðið (magnetic field...
Hver var Max Planck og hvert var framlag hans til vísindanna?
Þýski eðlisfræðingurinn Max Karl Ernst Ludwig Planck (f. 1858 í Kiel, d. 1947 í Göttingen) er af flestum talinn faðir skammtafræðinnar. Árið 1900 setti hann fram tilgátu til að skýra hvernig dreifing rafsegulgeislunar frá heitum hlut á mismunandi bylgjulengdir er háð hitastigi hlutarins. Tilgátan fól í sér að orku...
Hvað er langt þangað til jörðin eyðist?
Það er mjög langt þangað til að sólin okkar mun þenjast út og gleypa jörðina. Það mun gerast eftir um það bil 8 milljarða ára sem er tæplega helmingi lengri tími en aldur jarðarinnar er nú (4,6 milljarðar ára). Hún er sem sagt ekki ennþá komin á miðjan aldur. Hægt er að lesa um þróun sólstjarna í svari við spur...
Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?
Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun....
Hver fann upp regnhlífina?
Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...
Hverjir voru krómagnon-menn?
Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...
Af hverju eru til mýflugur og hvaða gagn gera þær?
Stutta svarið er að mýflugur eru mikilvæg fæðutegund fyrir aðrar tegundir dýra. Ef mýflugur á Íslandi hyrfu mundi líka hverfa allur fiskur úr ám og vötnum. Þótt ótrúlegt megi virðast gegna allar lífverur einhverju hlutverki hér á jörðinni. Þetta hlutverk er oft ekki augljóst fyrir okkur mennina, en í lí...
Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...
Af hverju hafa ekki allar tegundir apa þróast alveg eins og menn?
Nokkur megineinkenni líffræðilegrar þróunar eru þau að hún er ekki fyrirfram ákveðin, hún felur í sér breytileika einstaklinga af sama stofni og síðan sundurleitni tegunda. Þetta er einna líkast því að við sáum fyrir fljótsprottnu tré á ákveðnum stað og komum síðan fyrir litlum bolta fyrir ofan staðinn í hæfilegri...
Voru hvalir til þegar risaeðlur voru lifandi?
Hvalir þróuðust af landspendýrum fyrir um 50 milljón árum en risaeðlurnar dóu út í miklum náttúruhamförum á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum. Hvalirnir voru þess vegna ekki til á meðan risaeðlur voru uppi. Náttúruhamfarirnar sem urðu fyrir 65 milljón árum þurrkuðu út um 70% allra tegu...
Af hverju lifa fiskar í vatni?
Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...