Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun. Yfirstandandi rannsóknarverkefni eru meðal annars langtímarannsókn á þróun læsis og sjálfstjórnar á aldrinum 4 til 10 ára og langtímarannsókn á samspili lesskilnings, ritunar og sjálfstjórnar á aldrinum 10 til 12 ára. Freyja hefur einnig kannað mögulegar orsakir á slöku gengi nemenda á PISA-prófunum og kynjamun á gengi í lestri.

Meginrannsóknarefni Freyju fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun.

Freyja hefur sinnt ýmiskonar ráðgjöf á sviði málþroska og læsis undanfarin ár. Hún stýrði fagráði um eflingu lestrarfærni og lesskilnings að beiðni Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og var í verkefnahóp um Hvítbók/læsi á vegum Menntamálaráðuneytisins sem skipað var af menntamálaráðherra. Hún var einnig formaður ritnefndar Lesvefsins sem rekin er í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið. Freyja hefur hlotið styrki úr Rannsóknarsjóði Íslands (RANNÍS) og situr í framkvæmdastjórn evrópsks samstarfsverkefnis um lestur og lestrarörðugleika (COST Action: IS1401, Strengthening Europeans' capabilities by establishing the European literacy network).

Freyja lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1998. Hún útskrifaðist úr doktorsnámi við Oxford-háskóla í Englandi árið 2003, og var lektor við Oxford Brookes-háskóla í tvö ár. Árið 2006 hóf Freyja störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kenndi þar bæði þroskasálfræði og lestrarfræði í 10 ár. Árið 2017 hóf Freyja svo störf við sálfræðideild Háskóla Íslands þar sem hún kennir þroskasálfræði og námskeið um mál- og lestrarþróun.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.9.2018

Síðast uppfært

20.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 11. september 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76295.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76295

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76295>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Freyja Birgisdóttir rannsakað?
Freyja Birgidóttir er dósent í þroskasálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hennar meginrannsóknarefni fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun. Yfirstandandi rannsóknarverkefni eru meðal annars langtímarannsókn á þróun læsis og sjálfstjórnar á aldrinum 4 til 10 ára og langtímarannsókn á samspili lesskilnings, ritunar og sjálfstjórnar á aldrinum 10 til 12 ára. Freyja hefur einnig kannað mögulegar orsakir á slöku gengi nemenda á PISA-prófunum og kynjamun á gengi í lestri.

Meginrannsóknarefni Freyju fjallar um þróun málþroska og læsis frá leikskólaaldri til unglingsára og hvernig sú þróun tengist öðrum sviðum þroska, eins og til dæmis námsáhugahvöt og getu barna til þess að stýra hugsun sinni og hegðun.

Freyja hefur sinnt ýmiskonar ráðgjöf á sviði málþroska og læsis undanfarin ár. Hún stýrði fagráði um eflingu lestrarfærni og lesskilnings að beiðni Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og var í verkefnahóp um Hvítbók/læsi á vegum Menntamálaráðuneytisins sem skipað var af menntamálaráðherra. Hún var einnig formaður ritnefndar Lesvefsins sem rekin er í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálaráðuneytið. Freyja hefur hlotið styrki úr Rannsóknarsjóði Íslands (RANNÍS) og situr í framkvæmdastjórn evrópsks samstarfsverkefnis um lestur og lestrarörðugleika (COST Action: IS1401, Strengthening Europeans' capabilities by establishing the European literacy network).

Freyja lauk BA-prófi í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1998. Hún útskrifaðist úr doktorsnámi við Oxford-háskóla í Englandi árið 2003, og var lektor við Oxford Brookes-háskóla í tvö ár. Árið 2006 hóf Freyja störf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og kenndi þar bæði þroskasálfræði og lestrarfræði í 10 ár. Árið 2017 hóf Freyja svo störf við sálfræðideild Háskóla Íslands þar sem hún kennir þroskasálfræði og námskeið um mál- og lestrarþróun.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...