Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4783 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er loftið ósnertanlegt?

Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?

Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

category-iconHugvísindi

Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?

Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...

category-iconLögfræði

Hafa allar íslenskar reglugerðir við lög verið teknar saman og gefnar út, almenningi til upplýsingar?

Það er gömul og rík regla í lýðræðisríkjum að öll lög skuli birta og við Íslendingar erum fylgjum henni sem aðrir. Reglur um slíka birtingu má rekja til laga Grágásar. Í 27. gr. stjórnarskrárinnar er svohljóðandi ákvæði: „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum.“ Vafamál getur ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef aðdráttarafl jarðar getur aflagað mánann, er hann þá ekki smám saman að nálgast jörðina?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ef aðdráttarafl jarðar er svo kröftugt að það afmyndar mánann (gerir hann egglaga) er þá ekki máninn smátt og smátt að nálgast jörðina?Það er rétt að tunglið eða öllu heldur dreifing massans í því er lítið eitt ílöng í stefnu línunnar milli jarðar og tungls. Það hefur auk þess ...

category-iconLæknisfræði

Er blóðblöndun hættuleg, til dæmis ef tveir heilbrigðir einstaklingar nudda saman opnum sárum á þumalfingrum?

Margir hættulegir sjúkdómar, til dæmis alnæmi og lifrarbólga C, smitast manna á milli með blóði. Smit getur átt sér stað jafnvel þó um lítið magn blóðs sé að ræða eins og til dæmis ef sár snertast. Það eru þekkt dæmi um það að einstaklingar beri sjúkdóm sem þeir vita ekki af og smiti fólk óvart með þessum hætti. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Blanda einhverjar dýrategundir mismunandi fæðutegundum saman í einni og sömu máltíðinni, eins og maðurinn gerir?

Já, það þekkist í dýraríkinu að tegund blandi saman mismunandi fæðuflokkum í einni og sömu máltíðinni. Fyrir utan manninn er vitað til þess að simpansar (Pan troglodytes) gera þetta. Simpansar er sú dýrategund sem er skyldust mönnum. Simpansar veiða oft önnur spendýr, svo sem skógarsvín (Potamochoerus larvatus)...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvers konar hertækni var leifturstríð eða Blitzkrieg Þjóðverja?

Á fyrstu árum seinni heimsstyrjaldarinnar beitti þýski herinn nýstárlegri bardagaaðferð sem fól í sér samspil skriðdrekahernaðar og sprengjuflugvéla. Þannig var hægt að sækja hratt fram og koma í veg fyrir að andstæðingurinn næði að skipuleggja varnir. Þessi hernaðaraðferð hefur verið kölluð Blitzkrieg eða lei...

category-iconEfnafræði

Gerir sápa vatnið „blautara“?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls. Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssamei...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eldumst við?

Við fæðingu er fólk tiltölulega líkt í allri líkamsstarfsemi, en eftir því sem árin færast yfir verður það hvert öðru ólíkara. Þetta á einnig við um einstaklinginn sjálfan. Líffæri eldast mishratt og kemur þar til samspil umhverfis- og erfðaþátta. Þannig geta nýrun verið gömul en hjartað ungt! Við fæðingu er maður...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

Fleiri niðurstöður