Sæl öll. Okkur í Bítinu á Bylgjunni langar að vita hvernig sápa virkar í raun á vatn? Gerir hún vatnið „blautara“? Kv. Heimir Karls.Til þess að svara spurningunni þurfum við fyrst að átta okkur á vatnssameindum og hegðun þeirra. Svonefnd vetnistengi verka milli vatnssameinda í vatni og valda því að vatnssameindirnar toga hver í aðra. Svolítill munur er á umhverfi vatnsameindanna eftir því hvar þær eru staðsettar í vatninu. Vatnssameind í meginhluta vatnsins er umlukin öðrum vatnssameindum og myndar því vetnistengi jafnt í allar áttir. Vatnsameind á yfirborði vatns er hins vegar umlukin lofti og vatni. Vatnssameind á yfirborði vatns getur ekki myndað vetnistengi við loftsameindir og myndar því í staðinn mun sterkari tengi við vatnssameindir til hliðar við sig og inn í meginhluta vatnsins. Þetta veldur því að vatnssameindir á yfirborði vatns haldast mjög fast saman, mun fastar saman en vatnssameindir í meginhluta vatns.

Mynd sem sýnir vatnssameind annars vegar á yfirborði vatnsdropa og hins vegar undir yfirborðinu. Vatnssameind á yfirborði vatns getur ekki myndað vetnistengi við loftsameindir og myndar því í staðinn mun sterkari tengi við vatnssameindir til hliðar við sig og inn í meginhluta vatnsins.
- Surface tension - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 1.02.2016).
- Measuring Surface Tension of Water with a Penny. (Sótt 1.02.2016).