Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1561 svör fundust
Nær maður að taka inn eitthvað af steinefnum eftir hálftíma bað í steinefnabættu vatni?
Húð landspendýra eins og mannsins virkar sem varnarmúr og kemur í veg fyrir að of mikið af vatni og lífsnauðsynlegum steinefnum tapist út í umhverfið. Húðin er samsett úr tveimur lögum; leðri (dermis) og yfirhúð (epidermis). Yfirhúðin er lagskipt en ysta lagið, hornlag (stratum corneum) er langsamlega þéttast og á...
Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...
Hvernig lifa slímálar?
Slímálar (e. hagfish, slime-eels) teljast til hringmunna (Cyclostomata) og tilheyra hópi vankjálka (Agnatha). Vankjálkar eru gjarnan taldir til fiska en eru um margt mjög ólíkir fiskum og þróunarfræðingar telja þá vera frumstæðustu hryggdýrin. Eins og nafnið gefur til kynna hafa vankjálkar enga kjálka, ólíkt öllum...
Hvernig útskýrir maður aðferðafræði félagsvísinda?
Besta leiðin til þess að útskýra aðferðafræði félagsvísinda er að nota þau hugtök sem félagsvísindamenn nota sjálfir til þess að fjalla um rannsóknir sínar. Annars vegar er um að ræða hugtök sem lýsa hvaða grundvallarnálgun býr að baki mismunandi rannsóknaraðferðum. Helst ber að nefna skiptingu í megindlegar (e. q...
Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?
Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?
Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...
Hvað gera fornfræðingar? Hvað þarf maður að læra og hversu lengi til að gerast fornfræðingur?
Fornfræðingar rannsaka menningu Forngrikkja og Rómverja, allt sem snertir sögu þeirra, bókmenntir og heimspeki; arfur menningarinnar og vensl við síðari tíma eru ekki undanskilin. Fornfræði er því afskaplega víðfeðm og teygir sig inn á öll helstu svið hugvísinda; það sem sameinar ólíka fornfræðinga er í raun kunná...
Hvað búa mörg börn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands er að finna góðar upplýsingar um fólksfjölda á Íslandi. Oft er miðað við þá skilgreiningu að barn sé einstaklingur sem ekki hefur náð 18 ára aldri. Samkvæmt því má sjá að í lok árs 2005 bjuggu 79.450 börn á Íslandi. Tölur um mannfjölda eru fengnar úr Þjóðskrá. Í tölum um mannfjölda á Íslandi...
Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?
Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum? Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 200...
Hvað er markhyggja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...
Hvers vegna geta bankar krafist verðbóta af útlánum en þurfa ekki að greiða einstaklingum verðbætur á innlán?
Bankar og sparisjóðir bjóða bæði upp á verðtryggð og óverðtryggð inn- og útlán. Hér á Íslandi gildir almennt að það er samkomulagsatriði á milli lántakanda og lánveitanda hvort lán er verðtryggt eða óverðtryggt. Þó er óheimilt að verðtryggja lán til skemmri tíma en fimm ára og innstæður til skemmri tíma en þriggja...
Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?
Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...
Hvað eru smálán?
Upprunalega spurningin var: Hvað geturðu sagt okkur um smálán? :) Heitið smálán er almennt notað um lán sem nema lágum upphæðum og eru veitt til skamms tíma. Á ensku er gjarnan talað um „payday loans“ sem vísar til þess að algengt er að launþegar sem þurfa fé í aðdraganda útborgunar launa taki slík lán til að ...
Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?
Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...
Hvernig geta fuglar flogið?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning sem varðar ýmsar greinar vísinda, til dæmis bæði eðlisfræði og líffræði. Hér verður reynt eftir föngum að fjalla um nokkrar hliðar hennar. Fleygir fuglar hafa vængi og fiður úr sérstöku efni sem er mjög létt í sér, hrindir frá sér vatni og veldur litlum núningi við loftið...