Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 731 svör fundust
Átti sögupersónan Svejk í "Góða dátanum Svejk" sér fyrirmynd eða er hún tómur skáldskapur höfundar?
Bókin Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni eftir tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek (1883-1923) kom út á árunum 1921-1923. Bókin er í raun margar smásögur sem geta staðið einar og sér, en þær má einnig lesa sem heilsteypt verk enda segja þær allar frá sömu persónunni og ævintýrum hennar. Upphaflega æ...
Hvað er hraunið sem kom upp í Geldingadölum gamalt?
Aldur hrauna miðast við þann tíma sem liðinn er frá því hraunin runnu á yfirborði jarðar.[1] Gosið í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og því lauk um sex mánuðum síðar. Hraunið er því aðeins um eins árs gamalt þegar þetta svar er skrifað. Ekki þarf að beita neinum sérstökum aðferðum til að aldursgreina hraun se...
Hver er munurinn á engli og erkiengli?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...
Hvernig maður var Sveinn Björnsson forseti og hvað afrekaði hann?
Upphaflega voru spurningarnar: Getið þið sagt mér frá ævi Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins? Hvernig var hann sem persóna? Hvað afrekaði Sveinn Björnsson í valdatíð sinni sem forseti? Sveinn Björnsson var fyrsti forseti Íslands og mótaði embættið að mörgu leyti. Hann skiptir því miklu...
Hvers vegna verðum við brún af því að vera mikið í sól?
Sólbrúnka stafar af eðlilegu ferli í húðinni. Þegar sól skín á húð örva útfjólubláir geislar hennar litfrumur í yfirhúðinni til að mynda litarefnið melanín en það ver húðina gegn þessum sömu geislum. Melanín er mjög öflugt sólarvarnarefni og er fólk með dökka húð (mikið melanín) í hundraðfalt minni hættu á að fá h...
Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?
Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...
Er femínismi það sama og kvenfrelsi?
Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...
Hvað er Krabbe-sjúkdómur og hvernig tengist hann mýli og taugaboðum?
Krabbe-sjúkdómurinn er nefndur eftir hálfíslenska taugalækninum Knud Haraldsen Krabbe. Þetta er arfgengur taugasjúkdómur sem herjar á mið- og úttaugakerfi. Algengast er að sjúkdómurinn komi fram fyrir sex mánaða aldur en það getur þó einnig gerst síðar á ævinni. Sjúkdómurinn tilheyrir flokki sjúkdóma sem kallast ...
Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?
Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið sem kennt er við Fagradalsfjall?
Fagradalsfjallskerfið er fyrst nefnt hjá Mary Gee.[1] Hún dregur fram öll helstu einkenni þess, en það er um flest ólíkt öðrum eldstöðvakerfum á Reykjanesskaga. Kerfið er um fimm kílómetra breitt á milli Svartsengis- og Krýsuvíkurkerfanna. Lengdin er um 15 kílómetrar milli Keilis í norðaustri og Húsafjalls í suðve...
Hver tók fyrstu litljósmyndina á Íslandi?
Þörfin á að ná að fanga ljósmyndir í lit er í raun jafngömul sjálfri ljósmyndatækninni. Það tók hins vegar tíma að finna aðferð til að ná myndum í lit. Elsta þekkta litljósmyndin sem hefur varðveist frá Íslandi og við vitum um, er gerð með svonefndri autochrome-aðferð. Staðsetning og tímasetning myndarinnar er ...
Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?
Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...
Hverjar voru dætur Seifs?
Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér hvernig Seifur í grískri goðafræði hegðaði sér í hjónabandi sínu við Heru? Var hann henni trúr? Af hverju hélt hann framhjá henni? Í grískri goðafræði var Seifur æðstur goðanna. Hann var veðurguð og talinn bæði almáttugur og alsjáandi. Þrátt fyrir að vera giftu...
Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?
Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...