Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 508 svör fundust
Hver voru vinsælustu svör janúarmánaðar 2017?
Í janúarmánuði 2017 birtust 32 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Af fimm mest lesnu svörum janúarmánaðar voru tvö svör um jarðfræði og það kemur ekki á óvart þar sem svö...
Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...
Hver var guðinn Próteus?
Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...
Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?
Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...
Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...
Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?
Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...
Hvað gerðu víkingar sér til gamans?
Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? kemur margt fram um skemmtanir og dægradvöl víkinga. Þar segir meðal annars frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Einnig er minnst á hestamennsku, sund, tafl, smíðar, bogfimi og margt fleira. Í Íslendingasögum segir nokkr...
Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...
Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?
Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...
Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?
Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...
Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?
Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...
Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deild...
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Kvaran rannsakað?
Guðrún Kvaran er málfræðingur og prófessor emeritus. Hún starfaði um áratuga skeið við Orðabók Háskólans sem síðar varð svið innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún varð forstöðumaður Orðabókarinnar árið 2000 og sama ár prófessor við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Við háskólann kenndi Guðrún ein...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...