Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 512 svör fundust
Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng?
Miðfingur handarinnar er oftast nefndur langatöng en í eldra máli einnig langastöng. Hugsanlega er sú mynd upprunalegri og vísar til þess að þessi fingur stendur fram úr hinum eins og löng stöng. Til gamans má nefna að fingurnir hafa flestir fleiri en eitt nafn. Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingu...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Hvar lifa sprettfiskar?
Sprettfiskur (Pholis gunnellus) lifir á grunnsævi og í strandsjó. Heimkynni hans eru nær undantekningarlaust grýttur þara- og þangbotn þar sem hann getur leynst enda á hann sér marga skæða óvini eins og til dæmis þorsk. Sprettfiskurinn finnst í þangfjörum allt í kringum landið og leynast þeir oft undir steinum þeg...
Hvernig get ég fundið út hvar fólk er jarðað?
Á vefsíðunni Garður.is er hægt að slá inn upplýsingar um látna einstaklinga og finna hvar þeir eru grafnir. Yfirleitt er bæði tiltekið í hvaða garði menn liggja og hvar í garðinum leiði þeirra er. Þeir sem vilja til dæmis finna leiði Jóns Sigurðssonar fá þær upplýsingar að hann sé grafinn í reit R-0418 í Hólavall...
Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170). Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgei...
Er eitthvert nafn falið í þulunni sem hefst á orðunum ,,Heyrði ég í hamrinum..."?
Til eru margar hljóðritanir af þulunni sem byrjar Heyrði ég í hamrinum (eða hellinum) í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar fer hver heimildamaður með þuluna á sinn hátt eins og eðlilegt er því það er einmitt eðli kveðskapar úr munnlegri geymd að breytast í hvert sinn sem farið er með...
Hver var guðinn Próteus?
Próteus, einnig kallaður hinn aldni sjávarmaður, var guðleg vera samkvæmt grískri goðafræði. Hann var annað hvort sonur sjávarguðsins Póseidonar eða Óseanusar, sem var persónugervingur hafsins sjálfs. Próteus hélt sig aðallega hjá Pharos-eyjum við Egyptaland sem hirðir sela Póseidonar. Hann gat séð framtíð þe...
Af hverju tóku Grikkir upp á því að trúa á grísku guðina?
Það er ekki gott að segja hvers vegna Grikkir tóku upp trú á grísku guðina en það var ekki meðvituð ákvörðun. Segja má að í ákveðnum skilningi hafi þeir þegar trúað á guðina sína frá því áður en þeir voru Grikkir. Til dæmis er nafn gríska guðsins Seifs (á grísku Zeus) komið af frumindóevrópska orðinu *Dyews sem va...
Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...
Getiði sýnt mér hvernig regla Þalesar er notuð í stærðfræði?
Þales frá Míletos (fæddur um 625 f.Kr.) var einn af frumkvöðlum forngrískrar heimspeki. Lítið er vitað um ævi hans, en nokkuð er þó fjallað um hann í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvenær varð grísk heimspeki til? Þalesi er eignuð uppgötvun á eftirfarandi reglu: Horn sem er innritað í hálfhrin...
Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?
Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...
Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...
Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?
Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði. Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Þa...
Hvað gerðu víkingar sér til gamans?
Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? kemur margt fram um skemmtanir og dægradvöl víkinga. Þar segir meðal annars frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Einnig er minnst á hestamennsku, sund, tafl, smíðar, bogfimi og margt fleira. Í Íslendingasögum segir nokkr...
Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?
Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...