Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170).

Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 527).

Kvígindisfjörður til vinstri og Kollafjörður til hægri, horft til norðurs.

Nokkur örnefni og bæjanöfn á landinu hafa kvígindi að forlið, Kvígindisá, Kvígindisdalur, Kvígindisfell og Kvígindisfjöll. Þessi nöfn er að finna í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Eldra nafn á Garðsárdal í Eyjafirði var Kvígindisdalur, svo að dæmi sé nefnt.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 9. 2014).

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

25.9.2014

Spyrjandi

Geir Agnar Guðsteinsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?“ Vísindavefurinn, 25. september 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67910.

Svavar Sigmundsson. (2014, 25. september). Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67910

Svavar Sigmundsson. „Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir nafnið Kvígindisfjörður?
Kvígindisfjörður er fjörður sem gengur norður úr Breiðafirði milli Skálmarfjarðar og Kollafjarðar og var samnefndur bær í botni hans. Kvígandafjörður er hann nefndur í Landnámabók (Íslenzk fornrit I, 168-170).

Orðið kvígindi (hk) merkir ‚ungir nautgripir‘, skylt orðunum kvíga og kvígur (kk)‚ bolakálfur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 527).

Kvígindisfjörður til vinstri og Kollafjörður til hægri, horft til norðurs.

Nokkur örnefni og bæjanöfn á landinu hafa kvígindi að forlið, Kvígindisá, Kvígindisdalur, Kvígindisfell og Kvígindisfjöll. Þessi nöfn er að finna í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Eldra nafn á Garðsárdal í Eyjafirði var Kvígindisdalur, svo að dæmi sé nefnt.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.
  • Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Íslenzk fornrit I. Reykjavík 1968.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 18. 9. 2014).

...