Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 489 svör fundust
Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?
Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...
Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?
Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...
Hvenær var byssan fundin upp?
Það er ekki vitað nákvæmlega hvenær byssur koma fram á sjónarsviðið og það er heldur ekki hægt að tilgreina einhvern einn einstakling sem „fann þær upp“. Byssur eru dæmi um „tækni“ sem þróaðist á löngum tíma, á mörgum stöðum og margir lagt eitthvað til. Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Af hver...
Í tímaritinu Lifandi vísindum er stundum talað um Neanderdalsmenn og stundum Neandertalsmenn, hvor rithátturinn er réttur?
Sú tegund manna sem yfirleitt er nefnd Homo neanderthalensis heitir fullu nafni á fræðimáli Homo sapiens neanderthalensis. Á íslensku er rétt að skrifa neanderdalsmenn. Hefð er fyrir því að rita dýra- og plöntunöfn sem mynduð eru með sérnafni með litlum upphafsstaf, samanber til dæmis grænlandshákarl og baldurs...
Hvað eiga menn við með orðinu tilboð? Er það listaverð eða frávik frá listaverði og hvað þá með orðið sértilboð?
Orðið tilboð hefur fleiri en eina merkingu. Það er samkvæmt Íslenskri orðabók notað í fyrsta lagi um ‛boð, það að bjóðast til einhvers’ og í öðru lagi um ‛það sem boðið er (upp á)’. Í fyrri merkingunni er átt til dæmis við að gera tilboð í verk, húsnæði, bíl, vörur og fleira. Þá eru oftast lögð inn til...
Hvaðan kemur nafnið Orla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið Orla? Heita fleiri Íslendingar Orla? Er það karlmannsnafn eða kvenmannsnafn? Sonur hans Valdimars Bryde hét Orla. Hverjir voru þessir verslunamenn á Borðeyri? Orla er Írskt nafn, en ég hélt kvennanafn? Johan Christian Waldemar Bryde (1835–1902) var d...
Hvað er að rota jólin?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er orðtakið „að rota jólin“ hugsað? Hvaðan er það komið? Hvernig rotar maður jólin? Er það gamall siður? Orðatiltækið að rota jólin er þekkt að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Það var haft um hvers kyns veislu- og hátíðahöld á þrettándanum, sem er ...
Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?
Ólympíuleikarnir eru grískir að uppruna og voru meðal fjögurra stórra íþróttakappleikja sam haldnir voru reglubundið í Grikklandi til forna. Elsti skráði sigurvegari á Ólympíuleikum er kokkurinn Kóróbeus frá Elís, sem vann kapphlaup árið 776 fyrir Krist. Almennt er talið að þá hafi leikarnir verið hið minnsta 500 ...
Hvers vegna er bandarísk herstöð á Kúbu?
Það þykir kannski skrýtið að það skuli vera bandarísk herstöð á Kúbu, því Kúba er kommúnistaríki og stjórn þess hefur ekki jákvæða afstöðu til Bandaríkjanna. Herstöðin er í raun flotastöð og er kennd við Guantánamo Bay eða Guantánamo-flóa, en hermennirnir og fjölskyldur þeirra sem búa í stöðinni kalla hana oftast ...
Um hvað fjalla Hómerskviður?
Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...
Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...
Af hvaða kyni er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Af hvaða tegund er hundurinn Plútó í teiknimyndunum um Mikka Mús?Hundar eru allir af sömu tegund eins og fram kemur í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki? og þess vegna er réttar...
Hver er uppruni Ægishjálms og hvar er hans fyrst getið á prenti?
Einnig var spurt: Hvað merkir galdrarúnin Ægishjálmur? Elsta dæmið um Ægishjálm í þeirri átta arma mynd sem þekktust er í dag er að finna í skinnhandritinu Lbs 143 8vo sem varðveitt er á handritadeild Landsbókasafns-Háskólabóksafns og gefið var út 2004. Handritið er talið frá því um miðja 17. öld og þar er að...
Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?
Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...
Hvernig verður framtíðin?
Þessa spurningu má skilja á að minnsta kosti tvo vegu: (i) Hvað mun gerast í framtíðinni? (ii) Með hvaða hætti verður framtíðin að veruleika? Spurningu (i) er lauflétt að svara. Ég einfaldlega veit ekki hvað mun gerast í framtíðinni og ef einhver þykist vita það þá hlýtur hann að segja ósatt. Hins vegar má vel...