Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1406 svör fundust
Um hvaða lönd liggur miðbaugur?
Miðbaugur jarðar (e. equator) liggur um 11-14 lönd eða þjóðríki en nákvæm tala fer eftir því hvernig spurningin er skilgreind nánar. Miðbaugur liggur í gegnum landsvæði ellefu sjálfstæðra ríkja en auk þess liggur hann á milli eyja í eyjaklösum ríkjanna Maldíveyja og Kiribati. Einnig liggur hann um litla óbyggða ey...
Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?
Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...
Við hvaða hitastig frýs bensín?
Bensín er ekki hreint efnasamband (e. chemical compound) heldur flókin efnablanda (mixture) sem svo er kallað, það er að segja blanda af mörgum efnasamböndum. Helstu efni í því eru vetniskol (hydrocarbons) eins og hexan (C6H14), heptan (C7H16) og oktan (C8H18) auk annarra eldsneytistegunda og íbótarefna sem er...
Hvað er kertaloginn heitur? Er alls staðar sami hiti í honum?
Kerti eru búin til úr kertavaxi, sem er orkugjafinn, og kveikiþræði, sem er í miðju kertisins og sér til þess að brennsla sé stöðug. Þegar við kveikjum á kerti berum við eld að kveiknum. Kertavaxið næst kveiknum bráðnar vegna hitans frá eldinum, kertavaxið ferðast upp kveikinn (kveikurinn dregur í sig bráðið kerta...
Hver er stærsta flugvél í heiminum?
Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...
Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...
Úr hverju er kertavax búið til og hver er efnaformúla þess?
Kerti eru gerð úr vaxi og kveikiþræði. Vaxið í kertum er vanlega gert úr parafíni, steríni eða býflugnavaxi, en parafínkertin eru langalgengust til daglegra nota. Býflugnavaxkerti eru eins og nafnið gefur til kynna úr býflugnavaxi (e. beeswax) sem þernur í býflugnabúum búa til og nota í hólfin þar sem hunang bý...
Ef hitinn í dag er 0°C og á morgun verður helmingi kaldara, hversu kalt er þá úti?
Ef þessi spurning hefði verið borin fram um miðja 19. öld hefðu eðlisfræðingar litið á hana sem markleysu eina eða að minnsta kosti fánýtan orðhengilshátt. Menn gerðu þá hvorki ráð fyrir upphafi né endi á hitakvarðanum og litu á frostmark vatns sem einn punkt á honum, valinn án þess að til þess lægju nein sérstök ...
Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?
Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...
Ef tíu frambjóðendur keppa um sex sæti í prófkjöri, á hve marga vegu geta sætin þá skipast?
Spyrjandi bætir svo við:Getur verið að það sé um 150 þúsund vegu?Það er rétt hjá spyrjanda að sætin geta skipast á rúmlega 150 þúsund vegu eða nákvæmlega 151.200 vegu. Hægt er að hugsa dæmið þannig að hver hinna tíu frambjóðenda gæti lent í fyrsta sæti. Þá gæti einhver hinna níu lent í öðru sæti; átta möguleika...
Hvernig finnum við golfáhugamenn vegalengd frá teig að holu sem stendur allmörgum metrum hærra?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Okkur í hlaðvarpinu Seinni níu langar til að vita hvernig hlutfallið er á milli lengdar og hæðar og erum þá fyrst og fremst að hugsa um golf. Tökum dæmi: Ég stend á teig á 150 metra par 3 holu og ætla að slá boltann þangað en flötin er 10 metrum neðar en teigurinn. Hversu...
Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?
Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...
Hvernig má finna flatarmál þríhyrninga ef allar hliðarlengdir eru þekktar en engin horn?
Tökum fyrir þríhyrning með hliðar a, b og c og tilsvarandi horn A, B og C.Regla Herons segir okkur að flatarmál þríhyrnings sé \[F_{\Delta }=\sqrt{s(s-a)(s-b)(s-c)}\] þar sem \[s\equiv \frac{1}{2}p=\frac{1}{2}(a+b+c)\] Á þennan hátt er auðvelt að reikna flatarmál þríhyrnings þar sem allar hliðar hans eru þekktar e...
Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?
Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...
Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...