Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 936 svör fundust
Ég er að skrifa ritgerð um síld og mig vantar að vita hverjir eru óvinir hennar?
Fyrst má nefna það sem stendur okkur næst, manninn, en á hverju ári eru veidd hundruð þúsunda tonna af síld. Til að mynda veiddu Íslendingar yfir 300 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári. En maðurinn er ekki eini "óvinur" síldarinnar. Fjölmargar tegundir sjávardýra éta síld á öllum aldursstigum hennar. Margar fi...
Af hverju lesa Vesturlandabúar frá vinstri til hægri og niður blaðsíðuna?
Það er yfirleitt þægilegast að lesa vestræna texta frá vinstri til hægri niður síðuna því að þannig eru samfelldir textar vanalega settir á blaðið. Á öðrum menningarsvæðum er þessu öðruvísi háttað. Arabíska er skrifuð frá hægri til vinstri og í Austur-Asíu er textinn í lóðréttum línum eða dálkum sem eru lesnir ofa...
Hvernig lýsir frost- og efnaveðrun sér á Íslandi?
Molnun og tæring bergs á staðnum nefnist veðrun. Molnunin verður með ýmsum hætti, svo sem með frostveðrun, með svörfun jökla, með grjótburði straumvatna og af völdum úthafsöldunnar sem brotnar á ströndinni. Lesa má nánar um veðrun í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? Frostveðru...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?
Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...
Getur þú sagt mér allt um svarta nashyrninginn?
Svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis) er önnur af tveimur tegundum nashyrninga í Afríku. Hin tegundin er hvíti nashyrningurinn (Ceratotherium simum). Hvor tegund skiptist síðan í nokkrar deilitegundir. Svarti nashyrningurinn er talsvert minni en sá hvíti. Stærðarmunur milli kynja hjá svarta nashyrningnum er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Pálsson rannsakað?
Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans síðastliðna fjóra áratugi hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og lí...
Hvaða rannsóknir hefur Rúnar M. Þorsteinsson stundað?
Rúnar M. Þorsteinsson er prófessor í nýjatestamentisfræðum við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að bréfum Páls postula og grísk-rómversku samhengi þeirra. Einnig hefur Rúnar beint sjónum sínum að heimspekilegu samhengi guðspjalla Nýja testamentisins. Rúnar ...
Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?
Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...
Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?
Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...
Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?
Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síða...
Hvað eru margir ísbirnir á Grænlandi?
Árið 1993 var heildarstofnstærð hvítabjarna (Ursus maritimus) talin vera á bilinu 21.470-28.370 dýr og bendir allt til þess að stofninn hafi haldist nokkuð stöðugur síðan. Birna með hún. Hvítabjörnum er skipt niður í nokkra aðskilda stofna sem halda til allt í kringum norðurpólinn. Flestir fræðimenn telja þ...
Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?
Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...
Hver var fyrsti faraó Egyptalands?
Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ek...
Hvernig skrifar maður og stillir efnajöfnu?
Efnajöfnur eru notaðar til að lýsa þeim breytingum sem verða í efnahvörfum, það er að segja þegar tiltekin efnasambönd breytast í önnur. Sem dæmi getum við tekið óstöðugu sameindina N2O5 sem brotnar niður í NO2 og O2 við herbergishita. Þessu má lýsa með efnajöfnunni:N2O5 --> NO2 + O2Þar sem N2O5 brotnar niður er þ...