Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?

JGÞ

Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins.

Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað var saman textum sem nú mynda Biblíuna. Handrit Tómasarguðspjall fannst fyrst um miðja síðustu öld í Suður-Egyptalandi en það hafði verið talið með öllu glatað frá fjórðu öld.

Tómasarguðspjall hefur verið þýtt á íslensku:
  • Tómas postuli, Tómasarguðspjall (þýð. Jón Ma. Ásgeirsson), Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 2001.
Hægt er að lesa ritdóm um bókina á vef Þjóðkirkjunnar og einnig er hægt að lesa um Tómasarguðspjall í svörum Jóns Ma. Ásgeirssonar við spurningunum:Á Netinu er hægt að nálgast Tómasarguðspjall í þýðingum, til að mynda á vefsetri University of Toronto og aðra þýðingu er að finna hjá College Misericordia.

Sem dæmi um texta Tómasarguðspjall eru þessi þrenn munnmæli fengin úr fyrirlestri þýðandans:
Enginn getur farið á bak tveimur hestum í senn né getur nokkur maður þanið tvo bogastrengi í sama bragði.

Enginn þjónn getur heldur liðsinnt tveimur herrum. Hann hlyti þá að auðsýna öðrum lotningu og vanvirða hinn.

Enginn drekkur gamalt vín og þráir um leið að drekka nýlagað vín.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

27.1.2004

Spyrjandi

Kristinn Guðmundsson

Tilvísun

JGÞ. „Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3971.

JGÞ. (2004, 27. janúar). Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3971

JGÞ. „Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3971>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar get ég séð eða lesið Tómasarguðspjall?
Í Tómasarguðspjalli eru varðveitt á annað hundrað munnmæla sem eignuð eru Jesú. Munnmælin minna um margt á spakmæli eins og Orðskviði Gamla testamentisins.

Tómasarguðspjall tilheyrir svonefndum apókrýfum ritum Nýja testamentisins en það hugtak er meðal annars notað um ákveðin rit sem urðu útundan þegar safnað var saman textum sem nú mynda Biblíuna. Handrit Tómasarguðspjall fannst fyrst um miðja síðustu öld í Suður-Egyptalandi en það hafði verið talið með öllu glatað frá fjórðu öld.

Tómasarguðspjall hefur verið þýtt á íslensku:
  • Tómas postuli, Tómasarguðspjall (þýð. Jón Ma. Ásgeirsson), Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 2001.
Hægt er að lesa ritdóm um bókina á vef Þjóðkirkjunnar og einnig er hægt að lesa um Tómasarguðspjall í svörum Jóns Ma. Ásgeirssonar við spurningunum:Á Netinu er hægt að nálgast Tómasarguðspjall í þýðingum, til að mynda á vefsetri University of Toronto og aðra þýðingu er að finna hjá College Misericordia.

Sem dæmi um texta Tómasarguðspjall eru þessi þrenn munnmæli fengin úr fyrirlestri þýðandans:
Enginn getur farið á bak tveimur hestum í senn né getur nokkur maður þanið tvo bogastrengi í sama bragði.

Enginn þjónn getur heldur liðsinnt tveimur herrum. Hann hlyti þá að auðsýna öðrum lotningu og vanvirða hinn.

Enginn drekkur gamalt vín og þráir um leið að drekka nýlagað vín.
...