Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004.

Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland var ekki einangrað land á þessum tíma nema í landfræðilegum skilningi. Hér bárust almennt straumar frá Evrópu og Íslandssagan sver sig tvímælalaust í ætt við Evrópusögu.

Anna útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, lauk BA (Hons) prófi í sagnfræði frá University of Sussex árið 1970 og tók síðan próf í Íslandssögu við Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð (PhD) í alþjóðasagnfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1989. Fjallaði ritgerðin um samskipti Íslands og Bretlands á tímabilinu 1800-1820, með áherslu á stjórnmála- og verslunarsögu. Á þessu tímabili var danska hjálendan Ísland á áhrifasvæði Breta sem réðu því sem þeir kærðu sig um á eyjunni okkar. Jörundur gerði byltingu og lýsti yfir sjálfstæði Íslands 1809. Orsökum byltingarinnar 1809 og eftirmálum hennar eru gerð skil í doktorsritgerðinni.

Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.

Anna hefur skrifað fjölda greina og bókarkafla í innlendum og erlendum fræðiritum, um hundadagadrottninguna og heimildaútgáfur, frönsku og íslensku stjórnarbyltingarnar og tengsl Grænlands og Íslands svo að dæmi séu nefnd. Hún hefur flutt marga fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis, meðal annars nokkrum sinnum í boði Royal Society, London.

Anna hefur ritstýrt tímaritunum Sögu og Nýrri sögu og allmörgum bókum ásamt öðrum. Má þar nefna Kvennaslóðir, en í þá bók rituðu allir starfandi kvensagnfræðingar árið 2000. Hún hefur gegnt ýmsum félagsstörfum í fræðasamfélagi sagnfræðinga bæði innan og utan háskólans. Hún var forseti Heimspekideildar á árunum 2002-2004, forseti Sögufélags 2005-2011 og er nú formaður stjórnarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands.

Viðamesta rannsóknarrit hennar er Sir Joseph Banks, Iceland and the North Atlantic. Journals, Letters and Documents 1772-1820 (Routledge, 2016). Hún er meðal höfunda ritsins Líftaug landsins (2017) sem fjallar um utanlandsverslunarsögu Íslands 900-2010. Meðal nýlegra verka er kafli um Ísland í öðru bindi Cambridge History of Scandinavia (2016).

Anna er nú einn margra ritstjóra í alþjóðlega verkefninu The Hakluyt Edition Project. Hér er um að ræða fræðilega útgáfu af frumheimildasafni Richards Hakluyt The Principal Navigations … of the English Nation (1598), sem Oxford University Press mun gefa út.

Hún er heiðursfélagi Sögufélags og kjörinn meðlimur í Det Kongelige Danske Selskab for Fædrelandets Historie.

Um þessar mundir rannsakar Anna samskipti Frakka og Íslands á 18. öld. Áhugi vaknaði hjá Frökkum að skipta á Íslandi og Louisiana. Markmiðið? Að gera Ísland að franskri flotastöð.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76638.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. desember). Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76638

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?
Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004.

Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland var ekki einangrað land á þessum tíma nema í landfræðilegum skilningi. Hér bárust almennt straumar frá Evrópu og Íslandssagan sver sig tvímælalaust í ætt við Evrópusögu.

Anna útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967, lauk BA (Hons) prófi í sagnfræði frá University of Sussex árið 1970 og tók síðan próf í Íslandssögu við Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð (PhD) í alþjóðasagnfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1989. Fjallaði ritgerðin um samskipti Íslands og Bretlands á tímabilinu 1800-1820, með áherslu á stjórnmála- og verslunarsögu. Á þessu tímabili var danska hjálendan Ísland á áhrifasvæði Breta sem réðu því sem þeir kærðu sig um á eyjunni okkar. Jörundur gerði byltingu og lýsti yfir sjálfstæði Íslands 1809. Orsökum byltingarinnar 1809 og eftirmálum hennar eru gerð skil í doktorsritgerðinni.

Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.

Anna hefur skrifað fjölda greina og bókarkafla í innlendum og erlendum fræðiritum, um hundadagadrottninguna og heimildaútgáfur, frönsku og íslensku stjórnarbyltingarnar og tengsl Grænlands og Íslands svo að dæmi séu nefnd. Hún hefur flutt marga fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis, meðal annars nokkrum sinnum í boði Royal Society, London.

Anna hefur ritstýrt tímaritunum Sögu og Nýrri sögu og allmörgum bókum ásamt öðrum. Má þar nefna Kvennaslóðir, en í þá bók rituðu allir starfandi kvensagnfræðingar árið 2000. Hún hefur gegnt ýmsum félagsstörfum í fræðasamfélagi sagnfræðinga bæði innan og utan háskólans. Hún var forseti Heimspekideildar á árunum 2002-2004, forseti Sögufélags 2005-2011 og er nú formaður stjórnarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands.

Viðamesta rannsóknarrit hennar er Sir Joseph Banks, Iceland and the North Atlantic. Journals, Letters and Documents 1772-1820 (Routledge, 2016). Hún er meðal höfunda ritsins Líftaug landsins (2017) sem fjallar um utanlandsverslunarsögu Íslands 900-2010. Meðal nýlegra verka er kafli um Ísland í öðru bindi Cambridge History of Scandinavia (2016).

Anna er nú einn margra ritstjóra í alþjóðlega verkefninu The Hakluyt Edition Project. Hér er um að ræða fræðilega útgáfu af frumheimildasafni Richards Hakluyt The Principal Navigations … of the English Nation (1598), sem Oxford University Press mun gefa út.

Hún er heiðursfélagi Sögufélags og kjörinn meðlimur í Det Kongelige Danske Selskab for Fædrelandets Historie.

Um þessar mundir rannsakar Anna samskipti Frakka og Íslands á 18. öld. Áhugi vaknaði hjá Frökkum að skipta á Íslandi og Louisiana. Markmiðið? Að gera Ísland að franskri flotastöð.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...