Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8224 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er eitthvert sannleikskorn í Ástríksbókunum um stríð Galla og Rómverja? Áttu Rómverjar ekki í vandræðum með Galla?

Í sögunum um Ástrík eftir franska höfundinn René Goscinny eru þeir félagar Ástríkur og Steinríkur Gallar sem veita rómverska hernum mótspyrnu þegar Rómverjar leggja undir sig Gallíu um árið 50 f.Kr. Gallar voru keltneskir þjóðflokkar sem bjuggu þar sem nú er Frakkland, Belgía, Lúxemborg, Holland og Sviss og jaf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verpir krían líka á suðlægum slóðum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi? Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austur...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconVísindi almennt

Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?

Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?

Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur maður sem er í AB-blóðflokki átt barn í O-flokki?

Svarið við þessari spurningu er jákvætt þrátt fyrir að við fyrstu sýn virðist það ómögulegt. Þegar talað er um að fólk sé í tilteknum blóðflokki þýðir það í raun að það hafi ákveðnar tegundir mótefnisvaka á rauðum blóðkornum sínum. Fólk í A-flokki hefur A-mótefnavaka, fólk í B-flokki hefur B-mótefnavaka og AB-b...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?

Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...

category-iconMannfræði

Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta fuglar lifað í geimnum?

Á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum? Ef fugl væri óvarinn úti í geimnum má reikna með að áhrifin yrðu þau sömu og þar er lýst og hann mundi deyja á örfáum sekúndum. Fuglar geta sem sagt, ekki frekar en menn, lifað í geimnum án einhvers varnarbúnaðar....

category-iconSálfræði

Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?

Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Saladín?

An-Nasir Salah ad-Din ibn Ayyub, betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín var soldán af Egyptalandi og Sýrlandi á árunum 1174-1193 og er ef til vill einn af þekktustu leiðtogum mannkynssögunnar. Í bókum og kvikmyndum Vesturlanda er hann iðulega sýndur sem miskunnsamur leiðtogi og virðingarverður andstæðingur. S...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða áhrif höfðu Skaftáreldar á Ísland og íslenskt samfélag?

Eldgosið sem við köllum Skaftárelda hófst 8. júní 1783 í óbyggðum norður af Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar gaus í langri röð gíga sem eru kallaðir Lakagígar og liggja í suðvestur frá vesturjaðri Vatnajökuls í gegnum fellið Laka. Nokkrum dögum síðar helltist hraunstraumurinn niður í byggðina eftir farvegi Skaf...

category-iconTrúarbrögð

Getið þið sagt mér eitthvað um hugmyndir Forngrikkja um líf eftir dauðann?

Ilíonskviða Hómers hefst á þessum orðum:Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkeum ótölulegra mannrauna, og sendi til Hadesarheims margar hraustar kappasálir, en lét sjálfa þá verða hundum og alls konar hræfuglum að herfangi. (Hóm., Il. 1.1-5. Þýð. Sveinbjarnar Egilssonar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Ef þyrluspaði næði 50 km í hvora átt og ljóshraða væri náð 25 km frá miðju, hvað væri þá að gerast á endunum á spaðanum?

Ef þyrluspaði gæti snúist eins og spyrjandi lýsir þá mundu endarnir fara með tvöföldum ljóshraða. Þetta er eitt af því sem okkur finnst auðvelt að gera sér í hugarlund en raunverulegur þyrluspaði getur ekki snúist á þennan hátt. Til að koma honum á slíkan snúning þyrfti óendanlega mikla orku og slík orka er ekk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er flasa?

Flasa (pityriasis capitis) myndast þegar meira en eðlilegt magn af dauðum húðfrumum flagnar af höfuðleðrinu. Of mikil húðfeitiframleiðsla er stundum samfara flösu og er þá talað um fituflösu. Sum flösueinkenni eru þau sömu og fylgja svokölluðu flösuþrefi (seborrheic dermatitis) og eru báðir kvillar oft meðh...

Fleiri niðurstöður