Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 247 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?
Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...
Hvenær hófst notkun rafsegulbylgna í læknavísindum?
Rekja má notkun rafsegulbylgna í læknavísindum allt aftur til síðasta áratugar 19. aldar. Vert er að hafa í huga að notkunin er fjölbreytt, enda geta rafsegulbylgjur haft mjög misjafna eiginleika eftir því hver tíðni þeirra er. Rafsegulbylgjur eru stundum flokkaðar eftir tíðni í útvarpsbylgjur, örbylgjur, inn...
Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...
Hver var Emmy Nöther og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?
Amalie Emmy Nöther fæddist árið 1882 í gyðingafjölskyldu í Erlangen í Bæjaralandi í Þýskalandi. Faðir Emmy var stærðfræðingurinn Max Nöther en móðir hennar hét Ida Kaufmann. Hún hafði upphaflega ætlað að verða tungumálakennari, en tók síðan að nema stærðfræði sem áheyrnarnemandi hjá föður sínum við Háskólann í Erl...
Hvað segja ritheimildir um landnám fýls á Íslandi?
Stutta svarið Í fornritum miðalda er lítið minnst á fugla og fýls er þar aðeins getið tvisvar sinnum. Brot úr eggjaskurn frá 10. og 12. öld hafa fundist í Mývatnssveit og talið er líklegt að þau séu úr fýlsvarpi. Ekki er þó vitað hvort varp hafi verið samfellt hér á landi frá þeim tíma. Miðað við ritheimildir 1...
Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...
Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?
Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...
Tengjast verk Mozarts tónlist Bachs og Beethovens?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvenær var Mozart uppi? Tengjast verk hans tónlist Bachs og Beethovens? Hvað áhrif höfðu tónskáldin hvert á annað? Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756 og dó 1791, hann lifði því og starfaði á þeim tíma sem kallast klassískatímabilið í tónlistarsögunni. Franz Joseph...
Hver var heilagur Tómas af Aquino?
Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...
Hver var Andreas Vesalius?
Flestir hafa heyrt um menn eins og Charles Darwin og þróunarkenningu hans, Sir Isaac Newton og lögmálin hans, sólmiðjukenningu Aristarkosar og síðar Kópernikusar eða Galíleó og tungl Júpíters. Færri hafa þó heyrt um Andreas Vesalius og aðferðir hans, en hann er einn þeirra manna sem lögðu grunn að nútímalæknavísi...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Af hverju er talað um græna herbergið í Evróvisjón?
Löng hefð er fyrir því á Englandi og í sumum öðrum enskumælandi löndum að kalla rýmið sem leikarar sitja stundum í og spjalla saman áður en þeir fara inn á svið græna herbergið (e. green room). Á meginlandi Evrópu ganga sams konar herbergi yfirleitt undir öðrum nöfnum. Í Frakklandi kallast þau foyer des artistes, ...
Er ókei að nota orðið ókei í íslensku?
Örugglega hefur ekkert íslenskt orð verið hrakyrt jafnmikið og ókei. Það hefur verið kallað „orðskrípi“, „átakanlegt dæmi um orðfátækt“, „óyrði“, „„graftrarkýli“ á fögrum líkama máls okkar“, o.s.frv. Orðið er yfirleitt rakið til ol korrekt, framburðarstafsetningar á all correct, í bandarísku slangri kringum 1840, ...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hver er meginmunurinn á rökgreiningarheimspeki og meginlandsheimspeki?
Á tuttugustu öld urðu til tveir meginstraumar í vestrænni heimspeki, rökgreiningarheimspeki annars vegar og svokölluð meginlandsheimspeki hins vegar. Þessi skipting heimspekinnar á sér að vísu miklu lengri forsögu. En hún er einnig svolítið villandi. Munurinn á þessum meginstraumum innan heimspekinnar er ekki fyll...