Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1961 svör fundust
Lásu 18. aldar Íslendingar engin fornrit?
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um landið þvert og endilangt árin 1752–1757 á kostnað Danakonungs og í mikilfenglegri ferðabók, sem ekki kom út fyrr en árið 1772, lýstu þeir náttúru og dýralífi, en líka íslensku samfélagi og alþýðumenningu. Í frásögn um Kjósarsýslu segja þeir: „Því verður ekki móti mælt, að...
Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?
Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð ala...
Af hverju er "etc." eitt orð en "et al." tvö orð, "et" er jú heilt orð úr latínu?
Latneska orðið et 'og' er vissulega sameiginlegt báðum skammstöfununum etc. og et al. Hin fyrri stendur fyrir et cetera og er notuð í merkingunni 'og svo framvegis' (eiginleg merking 'og aðrir (hlutir)'). Að baki liggur latneska orðið caeterus sem oftast er notað í fleirtölu í merkingunni 'aðrir'. Hvorugkyn fleir...
Er mögulegt samkvæmt flekakenningunni, að Ísland verði einhvern tíma tvö lönd, Egilsstaðir öðrum megin og Ísafjörður hinum megin?
Möttulstrókurinn undir Íslandi heldur landinu uppi, ef svo má segja, og sennilega á hann sinn þátt í gliðnun Atlantshafsins. En hugsum okkur að „slökknaði á“ möttulstróknum en gliðnun héldi áfram. Þá mundi þrennt gerast:Austur- og Vesturland ræki hvort frá öðru, lítil kvika kæmi upp milli flekanna tveggja, og ...
Hvað er misseri?
Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri. Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem e...
Í hvaða fylkingar er dýrum skipt?
Dýrum (Animalia) er skipt upp í rúmlega þrjátíu fylkingar. Munur er á mismunandi flokkun hinna ýmsu flokkunarfræðinga. Í þessu svari eru þær 33 talsins. Til að átta sig á skiptingu dýra þá eru öll dýr flokkuð í ríki dýra og síðan skipt niður í fylkingar. Margar þeirra innihalda tegundir sem flestir hafa ekki heyrt...
Hvert var framlag Adams Smiths til hagfræðinnar?
Nú á tímum er Adams Smiths einkum minnst fyrir framlag sitt til hagfræðinnar og er Auðlegð þjóðanna (An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations) oft sögð marka upphaf hagfræðinnar sem vísindagreinar. Auðlegð þjóðanna er löng bók, tæplega eitt þúsund blaðsíður að lengd. Hún er í fimm mislöngum h...
Hvenær varð alheimurinn til?
Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...
Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?
Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...
Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?
Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...
Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?
Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...
Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?
Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...
Hvað er átt við með 'mills' þegar verið er að tala um orkuverð?
Eitt mill er einn þúsundasti úr Bandaríkjadal. Eitt mill er því, þegar þetta er ritað, í ágúst 2007, um það bil 6,5 íslenskir aurar. Þessi verðeining er í anda metrakerfisins þar sem millimetri er einn þúsundasti úr metra, milligramm einn þúsundasti úr grammi og svo framvegis. Orðið á rætur að rekja til latneska o...
Hvað var fyrsta hljóðfærið og hvar var það fundið upp?
Eins og með fjölmarga aðra hluti er nær ógerningur að segja til um hvað hafi verið fyrst. Einnig eru skiptar skoðanir um hvað skuli telja til hljóðfæra. Til að mynda hefur fundist um 45 þúsund ára gömul meint flauta, kennd við neanderdalsmennina, úr holu beini. Neanderdalsmaðurinn var uppi fyrir um það bil 120.000...
Hvað eru mörg rétt svör til við þessari spurningu?
Hver er spurningin? Hún er hversu mörg rétt svör séu til við ákveðinni spurningu. Nú er spurning ekkert annað en áskorun um að veita ákveðnar upplýsingar, samanber svar við Er þetta spurning?. Í þessu tilviki eru hugsanleg svör: "Til er ekkert svar", "Til er nákvæmlega eitt svar", "Til eru nákvæmlega tvö svör", o....