Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 250 svör fundust
Hver var Kurt Lewin og hvert var framlag hans til fræðanna?
Kurt Lewin er gjarnan nefndur faðir félagssálfræðinnar og er frumkvöðull vísindalegra rannsókna á hópum og hegðun þeirra. Lewin var lærifaðir margra frægra félagssálfræðinga, til dæmis Festinger, White, Lippit, Schachter og fleiri, sem áttu eftir að halda nafni hans á lofti og marka framtíð fræðanna. Hugmyndafræði...
Hver smíðaði fyrstu tölvuna og hvenær var það?
Margir telja að bandaríska reiknivélin ENIAC hafi verið sú fyrsta sem stóð undir nafninu tölva. Hún var smíðuð við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og var tekin í notkun árið 1946. Vinnslugeta hennar var á við lítinn vasareikni. Að baki því sem í dag heitir tölva liggur aldalöng þróun og ótal uppfinninga...
Hvað getið þið sagt mér um beinabyggingu fugla og líffærastarfsemi?
Þar sem spyrjandinn biður um upplýsingar um mjög vítt og flókið svið í byggingu og líffærastarfsemi fugla mun höfundur þessa svars halda sig við lýsingu á þeim þáttum sem eru hvað helst frábrugðnir sambærilegum líffærum annarra hryggdýra. Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið ...
Hvað er riðuveiki í sauðfé?
Riðuveiki eða riða (e. scrapie) í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Algengast er að kindur veikist 1½ til 4 ára en þó eru dæmi um riðu hér á landi í 7 mánaða gömlu lambi og 14 vetra á. Riða leggst misþungt á ólíkar arfgerðir sauðfjár. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til e...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvers vegna breytist röddin í fólki sem andar að sér helíngasi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Getur helín skaðað mann ef maður lætur það ofan í sig til skemmtunar? Raddböndin eru tvær aðskildar himnur eða þykkildi í barkakýlinu í hálsinum. Brjósk og vöðvar stjórna því hvort og þá hversu mikil glufa er milli raddbandanna, hver lögun þeirra er og hvort þau eru slök eða s...
Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?
Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...
Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?
Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna. Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefn...
Hvenær komu vegabréf fyrst fram og í hvaða tilgangi?
Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er hugmyndin á bak við vegabréf? Hvenær komu þau fyrst fram og í hvaða tilgangi? Vegabréf er ferðaskilríki gefið út af yfirvöldum. Vegabréfið staðfestir þjóðerni eigandans og veitir heimild til þess að snúa aftur til heimalandsins. Vegabréf getur líka verið tæk...
Eru til einhver ráð við óeðlilega mikilli svitamyndun?
Að svitna er eðlilegt og nauðsynlegt og tekur mikilvægan þátt í að stjórna líkamshitanum og halda honum stöðugum. Fólk svitnar mismikið en um einn af hverjum 100 einstaklingum svitnar óeðlilega mikið, þannig að það veldur viðkomandi óþægindum. Þessi mikla svitamyndun getur verið takmörkuð við viss svæði, eins og l...
Af hverju eru apar eins og bavíanar og simpansar mikið sterkari en menn?
Allar mælingar á vöðvastyrk simpansa (Pan troglodytes) benda til þess að þeir hafi allt að 6 sinnum meiri togkraft en menn. Flestir vöðvar simpansa eru öflugari en hjá mönnum. Simpansar og menn er mjög skyldar tegundir, en af hverju ætli vöðvar simpansa séu þá öðru vísi en hjá mönnum? Rannsóknir sem hafa verið ...
Um hvað fjalla ítölsku umræður Gíordanós Brúnós?
Ítalinn Gíordanó Brúnó (1548-1600) var fjölhæfur fyrirlesari og afkastamikill rithöfundur. Hann var alls óhræddur við að halda á loft skoðunum sínum og þeim kenningum sem hann aðhylltist. Hugsun hans gekk gjarnan gegn viðurkenndum skoðunum samtímans. Oft var Brúnó því ekki vært nema stutt á sama stað og var hann á...
Hvað er hálfleiðari?
Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...
Hvað er jaðarpersónuleikaröskun? Er hægt að ráða bót á henni?
Persónuleika Grettis Ásmundssonar á Bjargi hefði trúlega mátt lýsa þannig að Grettir hafi verið önuglyndari eða uppstökkari en gerist og gengur. Með því er átt við að hann hafi sýnt af sér önuglyndi eða að hann hafi stokkið upp á nef sér bæði oftar og víðar en aðrir. Einnig væri með lýsingunni gert ráð fyrir því a...
Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?
Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...