Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Doktor.is

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græða rafskaut í heila Parkinsonssjúklinga, þar sem veikin á upptök sín.

Parkinsonsveiki er algengasti taugasjúkdómur sem hrjáir eldra fólk en lesa má um öldrunarsjúkdóma í svari Pálma V. Jónsson við spurningu þess efnis. Á Íslandi fær einn af hverjum fimm þúsundum Parkinsonssjúkdóm árlega. Helstu einkenni Parkinsonssjúkdóms eru stífleiki í vöðvum, skjálfti (til dæmis skjálfti í hvíld) og hægar hreyfingar. Einkenna verður yfirleitt fyrst vart í öðrum helmingi líkamans en með tímanum ná þau yfir allan líkamann. Þar að auki geta önnur einkenni fylgt sjúkdómnum svo sem minni hreyfigeta vöðva í andliti (sviplaust andlit), minni raddstyrkur og minni munnvatnsframleiðsla. Einkennin koma hægt og sígandi og því er ekki óalgengt að sjúklingurinn taki ekki eftir þeim sjálfur.

Boxarinn Muhammad Ali og leikarinn Michael J. Fox eru meðal þeirra sem þjást af Parkinsonssjúkdómi.

Parkinsonismi er heiti á svipuðum einkennum og fylgja Parkinson. Sum lyf, sem gefin eru við andlegum sjúkdómum, aðallega sefandalyf (antipsychotic drugs), geta valdið Parkinsonisma. Ákveðinn hópur sjúklinga þjáist af Parkinsonisma auk annarra einkenna tengdum taugakerfinu. Sjúkdómsferli um það bil 10% þeirra sem greinast með Parkinsonssjúkdóm er frábrugðið hefðbundnu ferli, áhrif meðferðarinnar verða önnur og sjúkdómurinn þróast á ófyrirséðan hátt. Blóðtappar í heila geta einnig leitt til Parkinsonisma. Sjúkdómurinn kemur oftast í ljós þegar fólk er komið yfir fertugt. Tíðnin hækkar með aldrinum og er óalgengt að sjúkdómurinn láti á sér kræla fyrir fertugt. Tíðni hjá karlmönnum er aðeins hærri en hjá konum.

Parkinsons stafar af skorti á boðefninu dópamíni í heilanum. Ekki er vitað hvað orsakar svo dópamínskortinn, en talið er að bæði genatengd og utanaðkomandi áhrif (umhverfi, áhrif eiturefna og fleira) geti haft eitthvað um orsök hans að segja. Dópamín er framleitt í miðju heilans og nefnist djúphnoðukjarni (basal ganglia). Heilinn notar þetta efni til að stjórna hreyfingum og í heilbrigðum einstaklingum helst framleiðsla þess og niðurbrot stöðugt í jöfnum hlutföllum. Við Parkinsonssjúkdóm dregur úr framleiðslu á efninu en um leið heldur niðurbrot áfram, sem leiðir til þess að skortur verður á því.

Greiningin sjúkdómsins byggist á sjúkrasögu sjúklingsins ásamt taugarannsókn. Stuðningsrannsóknir eru notaðar til að útiloka aðrar orsakir. Ef grunur leikur á að sjúklingur sé með Parkinsonssjúkdóm þarf taugasérfræðingur að skoða sjúklinginn áður en meðferð hefst. Nýjar rannsóknir sýna að því fyrr sem meðferð hefst þeim mun auðveldara er að fást við sjúkdóminn.

Skjálfti, til dæmis í höndum, er eitt af einkennum Parkinsonssjúkdóms.

Lyfjameðferð við Parkinsonssjúkdómi gengur út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á dópamíni eða draga úr virkni ensímsins sem brýtur dópamínið niður (og seinka þannig niðurbrotinu). Tilraunir standa yfir þar sem aðrir meðferðarmöguleikar en lyfjameðferð eru rannsakaðir.

Meðal þeirra vandamála sem Parkinsonssjúklingar standa frammi fyrir eru sveiflukenndur árangur meðferðar og síauknar ósjálfráðar hreyfingar. Hvort tveggja er mjög óþægilegt, en þá yfirleitt ekki viðvarandi vandamál fyrr en eftir margra ára lyfjameðferð. Ný lyf hafa dregið úr langtímavandamálum. Vaxandi vitsmunaleg sem og andleg vandamál geta hrjáð marga. Sumir sjúklingar hafa tilhneigingu til að einangra sig frá umhverfinu en hjá öðrum getur þetta einnig leitt til þunglyndis.

Myndir

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is en þar er hægt að finna meira efni um sjúkdóminn. Einnig má benda lesendum á heimasíðu Parkinsonssamtakanna á Íslandi.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Ég var að velta því fyrir mér hvað veldur því að fólk fær Parkinsons?
  • Er Parkinsons ættgengt?
  • Eru einhver aldurstakmörk á Parkinsons?
  • Mig langaði til að vita hverjar eru fræðilegar orsakir Parkinsonssjúkdómsins.

Höfundur

Útgáfudagur

1.9.2005

Síðast uppfært

25.10.2021

Spyrjandi

Maríanna Þórðardóttir
Sigrún Hjartardóttir
Kristján Gunnarsson

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er Parkinsonssjúkdómur?“ Vísindavefurinn, 1. september 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5237.

Doktor.is. (2005, 1. september). Hvað er Parkinsonssjúkdómur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5237

Doktor.is. „Hvað er Parkinsonssjúkdómur?“ Vísindavefurinn. 1. sep. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græða rafskaut í heila Parkinsonssjúklinga, þar sem veikin á upptök sín.

Parkinsonsveiki er algengasti taugasjúkdómur sem hrjáir eldra fólk en lesa má um öldrunarsjúkdóma í svari Pálma V. Jónsson við spurningu þess efnis. Á Íslandi fær einn af hverjum fimm þúsundum Parkinsonssjúkdóm árlega. Helstu einkenni Parkinsonssjúkdóms eru stífleiki í vöðvum, skjálfti (til dæmis skjálfti í hvíld) og hægar hreyfingar. Einkenna verður yfirleitt fyrst vart í öðrum helmingi líkamans en með tímanum ná þau yfir allan líkamann. Þar að auki geta önnur einkenni fylgt sjúkdómnum svo sem minni hreyfigeta vöðva í andliti (sviplaust andlit), minni raddstyrkur og minni munnvatnsframleiðsla. Einkennin koma hægt og sígandi og því er ekki óalgengt að sjúklingurinn taki ekki eftir þeim sjálfur.

Boxarinn Muhammad Ali og leikarinn Michael J. Fox eru meðal þeirra sem þjást af Parkinsonssjúkdómi.

Parkinsonismi er heiti á svipuðum einkennum og fylgja Parkinson. Sum lyf, sem gefin eru við andlegum sjúkdómum, aðallega sefandalyf (antipsychotic drugs), geta valdið Parkinsonisma. Ákveðinn hópur sjúklinga þjáist af Parkinsonisma auk annarra einkenna tengdum taugakerfinu. Sjúkdómsferli um það bil 10% þeirra sem greinast með Parkinsonssjúkdóm er frábrugðið hefðbundnu ferli, áhrif meðferðarinnar verða önnur og sjúkdómurinn þróast á ófyrirséðan hátt. Blóðtappar í heila geta einnig leitt til Parkinsonisma. Sjúkdómurinn kemur oftast í ljós þegar fólk er komið yfir fertugt. Tíðnin hækkar með aldrinum og er óalgengt að sjúkdómurinn láti á sér kræla fyrir fertugt. Tíðni hjá karlmönnum er aðeins hærri en hjá konum.

Parkinsons stafar af skorti á boðefninu dópamíni í heilanum. Ekki er vitað hvað orsakar svo dópamínskortinn, en talið er að bæði genatengd og utanaðkomandi áhrif (umhverfi, áhrif eiturefna og fleira) geti haft eitthvað um orsök hans að segja. Dópamín er framleitt í miðju heilans og nefnist djúphnoðukjarni (basal ganglia). Heilinn notar þetta efni til að stjórna hreyfingum og í heilbrigðum einstaklingum helst framleiðsla þess og niðurbrot stöðugt í jöfnum hlutföllum. Við Parkinsonssjúkdóm dregur úr framleiðslu á efninu en um leið heldur niðurbrot áfram, sem leiðir til þess að skortur verður á því.

Greiningin sjúkdómsins byggist á sjúkrasögu sjúklingsins ásamt taugarannsókn. Stuðningsrannsóknir eru notaðar til að útiloka aðrar orsakir. Ef grunur leikur á að sjúklingur sé með Parkinsonssjúkdóm þarf taugasérfræðingur að skoða sjúklinginn áður en meðferð hefst. Nýjar rannsóknir sýna að því fyrr sem meðferð hefst þeim mun auðveldara er að fást við sjúkdóminn.

Skjálfti, til dæmis í höndum, er eitt af einkennum Parkinsonssjúkdóms.

Lyfjameðferð við Parkinsonssjúkdómi gengur út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á dópamíni eða draga úr virkni ensímsins sem brýtur dópamínið niður (og seinka þannig niðurbrotinu). Tilraunir standa yfir þar sem aðrir meðferðarmöguleikar en lyfjameðferð eru rannsakaðir.

Meðal þeirra vandamála sem Parkinsonssjúklingar standa frammi fyrir eru sveiflukenndur árangur meðferðar og síauknar ósjálfráðar hreyfingar. Hvort tveggja er mjög óþægilegt, en þá yfirleitt ekki viðvarandi vandamál fyrr en eftir margra ára lyfjameðferð. Ný lyf hafa dregið úr langtímavandamálum. Vaxandi vitsmunaleg sem og andleg vandamál geta hrjáð marga. Sumir sjúklingar hafa tilhneigingu til að einangra sig frá umhverfinu en hjá öðrum getur þetta einnig leitt til þunglyndis.

Myndir

Þetta svar er fengið með góðfúslegu leyfi af vefsetrinu Doktor.is en þar er hægt að finna meira efni um sjúkdóminn. Einnig má benda lesendum á heimasíðu Parkinsonssamtakanna á Íslandi.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Ég var að velta því fyrir mér hvað veldur því að fólk fær Parkinsons?
  • Er Parkinsons ættgengt?
  • Eru einhver aldurstakmörk á Parkinsons?
  • Mig langaði til að vita hverjar eru fræðilegar orsakir Parkinsonssjúkdómsins.

...