Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðun...
Hvernig er hægt að geyma og nýta orku frá vindrafstöðvum?
Spurningin tengist þeirri staðreynd að nýta verður rafmagn í raforkukerfinu á sama augnabliki og það er framleitt í virkjunum. Ekki er til nein hagkvæm aðferð til að geyma rafmagn (raforku) í neinum teljandi mæli nema með verulegum kostnaði. Dæmi um slíkt eru að sjálfsögðu rafhlöður, en geymslan takmarkast af stær...
Hvers konar fjall er Hvolsfjall við Hvolsvöll?
Hvolsfjall er móbergsfjall eins og flest fjöll á þessu svæði. Sennilega er það rúst af fornri eldstöð sem jöklar hafa sorfið ofan af, líkt og til dæmis Dyrhólaey, því klettarnir við Þinghól eru bólstraberg en ofan við kirkjuna þursaberg. Ofan á fjallinu eru grettistök, borin þangað af jöklum. Hvolsfjall er fyrir...
Hvenær eru upphrópunarmerki notuð og til hvers?
Í Stafsetningarorðabókinni, sem gefin var út 2006, segir um upphrópunarmerki:Upphrópunarmerki má setja á eftir einstökum orðum eða málsgreinum sem fela í sér upphrópun til að koma til skila fögnuði, skipun, kveðju, fyrirlitningu, undrun o.fl. (bls. 730).Dæmi sem gefin eru: Þvílík heppni!, Upp með hendur!, Góðan da...
Hvað eruð þið gömul?
Ritstjórn Vísindavefsins er í dag þann 9. maí 2006 samtals 186 ára. Við ritstjórnina starfa 5 manns og því er meðalaldur ritstjórnarmeðlima 37,2 ár, en miðgildið myndi vera 35 ár. Einn starfsmaður ritstjórnar er þó aðeins í hálfu starfi og því er spurning hvort aldur þess einstaklings teljist aðeins til hálfs. ...
Af hverju frýs sjórinn ekki?
Það er eðlilegt að svo sé spurt því að það gerist ekki á hverjum degi um þessar mundir að sjórinn frjósi hér hjá okkur. En sannleikurinn er samt sá að sjórinn getur frosið og gerir það ef nógu kalt er í nógu langan tíma. Þetta gerist til dæmis á hverju ári í Norður-Íshafinu fyrir norðan Ísland og annars staðar, og...
Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini?
Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...
Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt að stoppa upp köngulær og langfætlur? Ef það er hægt hvernig er það þá gert?Best er að varðveita köngulær og langfætlur í sérstökum vökva því þær hafa ekki harða skurn eins og skordýr. Því hentar illa þurrka þær og festa með nál því þær skorpna og molna þegar þær þor...
Hvað veldur baugum undir augum og hvernig losnar maður við þá?
Þegar talað er um bauga undir augum er oftast átt við dökka hringi undir augunum, en stundum líkjast þessir baugar þó meira pokum. Ýmsar orsakir geta verið fyrir baugum undir augunum. Ein ástæðan eru þunn augnlok en slíkt getur haft í för með sér að æðar verða meira áberandi, sem gerir neðri augnlokin dekkri. ...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Njósnari sendi frá sér símskeyti með textanum "SEND + MORE = MONEY." Hversu mikla peninga var hann að biðja um?
SEND MORE --------- MONEY Þrautin felst í því að setja inn tölustafi í stað bókstafanna í samlagningunni. Ætlun sendandans hlýtur að vera sú að hver bókstafur standi alltaf fyrir sama tölustaf og engir tveir bókstafir tákni sama tölustafinn. Ef þessum skilyrðum væri ekki fullnægt hefði dæmið margar lau...
Hvernig fallbeygir maður nafnið Alex?
Mannsnafnið Alex er eins í öllum föllum og beygist þess vegna ekkert. Vísindavefurinn á nokkur svör um beygingu orða sem hægt er að skoða með því að setja leitarorðið 'beyging' í leitarvélina okkar. Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Be...
Hvaða þættir stuðla að næturfrosti?
Það eru nokkur atriði sem stuðla að lágum hita að nóttu. Næturhiti verður lægstur þegar heiðskírt er, þá er nettóútgeislun varma frá yfirborði jarðar út í geiminn mest. Þegar skýjað er endurvarpa skýin varmageislum aftur til yfirborðs og draga úr kólnun.Næturkólnun er að jafnaði meiri í þurru lofti en röku. Sé ...
Hvernig les geislaspilari af geisladisk?
Venjulegur geisladiskur sem nefnist á mörgum erlendum málum CD (compact disc) er samsettur úr fjórum þunnum lögum sem samtals eru 1,6 millimetrar á þykkt. Neðst er gegnsætt koltrefjaplast með örsmáum ójöfnum. Ofan á þetta lag er lögð afar þunn og speglandi álfilma sem lagar sig að ójöfnunum. Sérstakt lakk er svo b...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...