Í lok ísaldar hefur sjór leikið um fjallið og rofið sérstaklega suður- og vesturhluta þess. Sérkennilegt tíglamynstur í móberginu ofan við kirkjuna kann að vera eftir stuðlaðan berggang sem sjórinn hefur rofið burt, en í fjallinu eru sennilega fleiri slíkir, því í grjótnáminu norðaustan í fjallinu eru lausir stuðlar úr fjallinu. Þá má ætla að stuðlarnir, sem notaðir hafa verið í þrep á gönguleiðinni upp á fjallið, séu ekki langt að komnir. NA-SV-liggjandi dali syðst í fjallinu hefur sjórinn rofið, annað hvort eftir sprungum eða göngum. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
- Hvernig myndaðist Esjan?
- Eru til einhverjar fastar skilgreiningar á því hvað er kallað fjall og hvað hóll?