Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 828 svör fundust
Mætti ég fá að vita sem allra mest um afríska villihundinn?
Fyrr á tímum náði útbreiðsla afríska villihundsins (Lycaon pictus) um alla Afríku utan þétts skóglendis og eyðimarka. Í dag takmarkast útbreiðsla hans aðallega við lönd í suðurhluta álfunnar, Namibíu, Botsvana, Mósambík, Zimbabwe, Svasíland og Suður-Afríku. Afríski villihundurinn er meðalstórt rándýr, á bilin...
Eru fótboltameiðsli mjög algeng og hver eru algengustu meiðslin hjá knattspyrnumönnum?
Til þess að svara því hvort meiðsli séu algeng í knattspyrnu þurfum við að setja okkur einhver viðmið. Hvað teljum við að sé algengt og við hvað á að miða? Hvernig eigum við til dæmis að geta borið saman ólíkar íþróttagreinar með tilliti til tíðni meiðsla? Það er ekki nóg að telja meiðslin og bera saman milli grei...
Hvernig vita vísindamenn á hvaða dýpi kvika er?
Áreiðanlegustu upplýsingarnar um dýpi á kviku í jarðskorpunni fást með samtúlkun staðsetningu jarðskjálfta við nákvæmar landmælingar og líkanagerð til að túlka mælingarnar. Kvika verður til við hlutbráðnun í möttlinum. Kvikan er eðlisléttari en berg og leitar því upp í átt að yfirborði jarðar. Á Íslandi eru eld...
Hver er stysta þekkta setning á íslensku sem hefur að geyma alla bókstafi íslenska stafrófsins?
Þrátt fyrir leit hef ég hvergi séð setningu sem talin er sú stysta með öllum íslenskum bókstöfum. Í henni þurfa að vera:aá b d ð eé f g h ií j k l m n oó p r s t uú v x yý þ æ ö = 32 stafir.Það er ágæt þraut fyrir samkvæmi að láta búa til slíkar setningar og alls ekki auðveld. Oftast verður líklega að nota einhver...
Hvernig er stærð sólar mæld?
Nærtækust er sú aðferð að reikna stærð sólar út frá fjarlægð hennar og því horni sem hún spannar á himninum. Einnig má mæla stærð sólar með því að nota birtustig og fjarlægð til sólar til að reikna ljósafl hennar. Þá er hiti reiknaður út frá birtustigi á mismunandi bylgjulengdum. Loks er notuð jafnan:L = 4pR2o...
Hverjir eru helstu áhættuþættir lungnakrabbameins?
Reykingar eru taldar valda að minnsta kosti um 85% tilfella lungnakrabbameins og þannig er meira vitað um orsakir þess en nokkurs annars krabbameins. Tengslin eru sterkust við flöguþekjukrabbamein og smáfrumukrabbamein, en heldur veikari fyrir kirtilmyndandi krabbamein.[1][2] Í íslenskri rannsókn á 105 sjúkling...
Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?
Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...
Hvernig útskýra kirkjunnar menn Adam og Evu út frá þróunarkenningunni?
Vísindi og kristin trú eru án efa þær stofnanir vestrænnar menningar sem mest áhrif hafa haft á þróun hennar undanfarnar aldir. Því hefur hins vegar löngum verið haldið fram að grundvallarágreiningur hafi ríkt milli þessara stofnana síðan katólska kirkjan dæmdi Galíleó (1564-1642) í stofufangelsi fyrir að aðhyllas...
Af hverju er hvítasunnan haldin hátíðleg?
Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er úthelling heilags anda. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir men...
Hvað er að segja um siðaskipti á Íslandi og hlutverk Jóns Arasonar í því ferli?
Árið 1537 var lútherstrú lögleidd í Danmörku. Danakonungur var þó ekkert að flýta sér að þröngva henni upp á Íslendinga, en biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, varð óvart til þess að flýta þeirri þróun. Þegar hann bjó sig undir að láta af embætti valdi hann sem væntanlegan eftirmann sinn Gissur Einarsson. Gis...
Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?
Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var...
Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?
Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru f...
Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?
Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...
Af hverju er j í nafninu Freyja?
Samkvæmt íslenskum ritreglum á að rita -j- á eftir ý, æ og ey ef a eða u fara á eftir. Þannig beygist nafnið Freyja: Nf. Freyja Þf. Freyju Þgf. Freyju Ef. Freyju Þessi regla sést vel ef skoðað er beygingardæmið fyrir lýsingarorðið nýr í karlkyni: Nf. nýr - nýir Þf. nýjan - nýja Þgf. nýjum - nýjum ...
Hver eru helstu og elstu handrit Heródótosar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Það virðist afskaplega erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar og nýtanlegar heimildir á veraldarvefnum um tilurð og aldur handrita sagnaritara eins og Heródótosar. Spurning mín er því sú. Hver eru helstu og elstu handrit af "Herodotus Histories" og aldursgrei...