Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?

Hjalti Hugason

Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var aðgreind frá ríkisvaldinu. Um miðja 19. öld hófst nútímavæðing í danska ríkinu og með nýrri stjórnarskrá (d. Grundloven) frá 1849 var komið á trúfrelsi og þjóðkirkju (d. Folkekirke) sem þó ber áberandi einkenni ríkiskirkju allt til þessa.[1]

Þar sem trúarlegt frelsi var nýmæli í Danaveldi voru þegnarnir almennt lútherskir. Á þessum tíma stóð ekki til að koma á trúarlega hlutlausu ríkisvaldi eða afnema tengsl ríkisvaldsins og kirkjunnar. Þótti því eðlilegt að kveða á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskránni og var það gert í þriðju grein hennar. Þar sagði: „Den evangelisk-lutherske Kirke er den danske Folkekirke og understøttes som saadan af Staten.“[2] Almennt er talið að líta beri svo á að greininni hafi verið ætlað að vera lýsandi. Þjóðkirkjuhugtakið hefur því fyrst og fremst lýðfræðilega og menningarlega merkingu í dönsku stjórnarskránni. Þjóðkirkjugreinin felur þá fyrst og fremst í sér að ríkisvaldinu var ætlað að standa vörð um trúarhefð þegnanna eins og hún var um þetta leyti þótt önnur trú væri nú einnig umborin innan ríkisins.

Teikning af Dómkirkjunni í Reykjavík.

Á þessum tíma voru deilur um stöðu Íslands í danska al-ríkinu (sjálfstæðisbaráttan) hafnar. Danska stjórnarskráin öðlaðist því ekki gildi hér. Nútímavæðing í ofangreindu samhengi hófst því ekki hér á landi fyrr en með stjórnarskrá um innanríkismál landsins frá 1874. Þar með öðluðust Íslendingar trúfrelsi. Greinin um þjóðkirkjuna var upphaflega númer 45 en er nú númer 62 en orðalagið er óbreytt: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðskirkja á Íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.“[3] Samkvæmt orðanna hljóðan má auðveldlega túlka greinina svo að henni sé ætlað að vera trúarpólitísk eða það sem kallast „normerandi“. Rök standa þó tæpast til þess að ætla henni aðra merkingu en hliðstæðri grein í dönsku grundvallarlögunum en þau eru bein fyrirmynd að stjórnarskrá okkar. Hið sterka orðalag íslensku stjórnarskrárinnar, það er „skal vera“ og „skal styðja“, hefur því að öllum líkindum ekki aðra merkingu en í dönsku hliðstæðunni. Vera má að orðalagið mótist af því að Ísland var á þessum tíma óaðskiljanlegur hluti af danska ríkinu. Kirkjupólitískar aðstæður hér skyldu því vera þær sömu og í Danmörku.

Þjóðkirkjuskipan komst sem sé á hér á landi af tveimur ástæðum:

  1. Þjóðin var upp til hópa lúthersk þegar stjórnarskráin tók gildi. Því þótti eðlilegt að hið opinbera stæði vörð um lútherskuna úr því að ekki stóð til að ríkisvaldið væri trúarlega hlutlaust.
  2. Byggt var á fyrirmyndum frá dönsku grundvallarlögunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá umfjöllun um þjóðkirkju og ríkiskirkju í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er þjóðkirkja?
  2. ^ Danmarks Riges Grundlov 5. juni 1849 (Junigrundloven), (3.gr.), danmarkshistorien.dk. (Sótt 2. febrúar 2024). Nú er greinin númer 4 Danmarks Riges Grundlov (Grundloven), danmarkshistorien.dk. (Sótt 2. febrúar 2024).
  3. ^ Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands. Nr. 1, 5. janúar 1874, stjornarradid.is. (Sótt 2. febrúar 2024). . Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, althingi.is , (Sótt 2. febrúar 2024).

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

21.2.2024

Spyrjandi

Þóra Kristín

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2024, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86204.

Hjalti Hugason. (2024, 21. febrúar). Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86204

Hjalti Hugason. „Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2024. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86204>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?
Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var aðgreind frá ríkisvaldinu. Um miðja 19. öld hófst nútímavæðing í danska ríkinu og með nýrri stjórnarskrá (d. Grundloven) frá 1849 var komið á trúfrelsi og þjóðkirkju (d. Folkekirke) sem þó ber áberandi einkenni ríkiskirkju allt til þessa.[1]

Þar sem trúarlegt frelsi var nýmæli í Danaveldi voru þegnarnir almennt lútherskir. Á þessum tíma stóð ekki til að koma á trúarlega hlutlausu ríkisvaldi eða afnema tengsl ríkisvaldsins og kirkjunnar. Þótti því eðlilegt að kveða á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskránni og var það gert í þriðju grein hennar. Þar sagði: „Den evangelisk-lutherske Kirke er den danske Folkekirke og understøttes som saadan af Staten.“[2] Almennt er talið að líta beri svo á að greininni hafi verið ætlað að vera lýsandi. Þjóðkirkjuhugtakið hefur því fyrst og fremst lýðfræðilega og menningarlega merkingu í dönsku stjórnarskránni. Þjóðkirkjugreinin felur þá fyrst og fremst í sér að ríkisvaldinu var ætlað að standa vörð um trúarhefð þegnanna eins og hún var um þetta leyti þótt önnur trú væri nú einnig umborin innan ríkisins.

Teikning af Dómkirkjunni í Reykjavík.

Á þessum tíma voru deilur um stöðu Íslands í danska al-ríkinu (sjálfstæðisbaráttan) hafnar. Danska stjórnarskráin öðlaðist því ekki gildi hér. Nútímavæðing í ofangreindu samhengi hófst því ekki hér á landi fyrr en með stjórnarskrá um innanríkismál landsins frá 1874. Þar með öðluðust Íslendingar trúfrelsi. Greinin um þjóðkirkjuna var upphaflega númer 45 en er nú númer 62 en orðalagið er óbreytt: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðskirkja á Íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.“[3] Samkvæmt orðanna hljóðan má auðveldlega túlka greinina svo að henni sé ætlað að vera trúarpólitísk eða það sem kallast „normerandi“. Rök standa þó tæpast til þess að ætla henni aðra merkingu en hliðstæðri grein í dönsku grundvallarlögunum en þau eru bein fyrirmynd að stjórnarskrá okkar. Hið sterka orðalag íslensku stjórnarskrárinnar, það er „skal vera“ og „skal styðja“, hefur því að öllum líkindum ekki aðra merkingu en í dönsku hliðstæðunni. Vera má að orðalagið mótist af því að Ísland var á þessum tíma óaðskiljanlegur hluti af danska ríkinu. Kirkjupólitískar aðstæður hér skyldu því vera þær sömu og í Danmörku.

Þjóðkirkjuskipan komst sem sé á hér á landi af tveimur ástæðum:

  1. Þjóðin var upp til hópa lúthersk þegar stjórnarskráin tók gildi. Því þótti eðlilegt að hið opinbera stæði vörð um lútherskuna úr því að ekki stóð til að ríkisvaldið væri trúarlega hlutlaust.
  2. Byggt var á fyrirmyndum frá dönsku grundvallarlögunum.

Tilvísanir:
  1. ^ Sjá umfjöllun um þjóðkirkju og ríkiskirkju í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er þjóðkirkja?
  2. ^ Danmarks Riges Grundlov 5. juni 1849 (Junigrundloven), (3.gr.), danmarkshistorien.dk. (Sótt 2. febrúar 2024). Nú er greinin númer 4 Danmarks Riges Grundlov (Grundloven), danmarkshistorien.dk. (Sótt 2. febrúar 2024).
  3. ^ Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands. Nr. 1, 5. janúar 1874, stjornarradid.is. (Sótt 2. febrúar 2024). . Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, althingi.is , (Sótt 2. febrúar 2024).

Mynd:...