Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4398 svör fundust
Hvað verða lúður gamlar og hve stór var stærsta lúðan sem veiðst hefur?
Lúðan er langlífur fiskur en hún getur að öllum líkindum orðið allt að 35-40 ára. Lúður verða tiltölulega seint kynþroska, hrygnurnar ekki fyrr en um 12 ára aldur og hafa þá náð umtalsverðri stærð eða um 120 til 130 cm. Hængurinn verður kynþroska heldur yngri eða um 8 ára gamall, og er þá um 90 til 110 cm á lengd....
Hvað hét Svartskeggur sjóræningi réttu nafni, hvaðan kom hann og hvað var skipið hans kallað?
Svartskeggur er einn þekktasti og alræmdasti sjóræningi sögunnar. Hann hét raunverulega Edward Teach, einnig skrifað Thatch, og fæddist í Englandi, líklega í Bristol, einhvern tíma seint á 17. öld. Sjóræningjanafn sitt fékk hann að sjálfsögðu vegna þess að hann var með gróskumikið og svart skegg. Svartskeggur er s...
Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?
Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...
Eru til einhverjar vísindalegar skýringar á Nóaflóðinu? Getur slíkt flóð orðið aftur?
Sagt er að minni um mikil flóð megi finna í mörgum trúarbrögðum, og sennilega hafa ólíkir atburðir valdið slíkum hamförum. Í okkar heimshluta er Nóaflóðið mest þeirra, og fram á miðja 19. öld tóku margir sögu Biblíunnar bókstaflega. Franski líffræðingurinn Georges Cuvier (1769-1832), sem rannsakaði jarðlög kringum...
Hverjir voru Mayar og hvar bjuggu þeir?
Hugtakið Maya er notað um fjölda skyldra þjóða sem um langan aldur hafa byggt syðstu fylki Mexíkó, auk Gvatemala, Belís og nyrstu hluta Hondúras og El Salvador. Landsháttum má skipta í tvennt, láglendið í norðri í Mexíkó, Belís og Norður-Gvatemala er af kalksteini, sem risið hefur úr sjó, en fjalllendið í suðri er...
Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?
Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...
Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?
Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...
Hvernig gengur að þróa lyf við Alzheimers-sjúkdómnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Óeðlilegar útfellingar prótína í heilanum er talið orsök Alzheimers. Verið er að þróa nýtt lyf, Aducanumab. Spurning mín er; á hvaða stigi eru þróun lyfsins, og/eða væntingar til þess? Í Alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru...
Hvar liggja mörkin á milli þess að vera of þungur og að þjást af offitu?
Margir hafa miklar áhyggjur af líkamsþyngd sinni. Hjá þeim sem þjást af lystarstoli og lotugræðgi hafa þessar hugsanir farið út í öfgar og hreinlega orðið að sjúkdómi. Margir hafa þó fulla og réttmæta ástæðu til að huga að umframþyngd og öll höfum við gott af því að temja okkur heilbrigt mataræði og holla hreyfing...
Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?
Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...
Hvað er vitað um ævi skáldkonunnar Saffóar?
Í raun er afar lítið vitað með vissu um ævi Saffóar. Margt af því sem við teljum okkur vita byggir á því sem fram kemur í kvæðum hennar en deilt er um hversu áreiðanlegar sjálfsævisögulegar upplýsingar eru í fornum kveðskap. Það er að segja, þótt skáldið fullyrði eitthvað um sjálft sig eða gefi í skyn í kvæðum sín...
Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?
Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...
Frýs aldrei í Flosa- og Nikulásargjám á Þingvöllum?
Líta má á innstreymi í gjárnar á Þingvöllum sem kaldavermsl, en svo kallast lindir þar sem hiti vatnsins er jafn árið um kring og þá venjulega svipaður meðalárshita staðarins, á láglendi 3-5°C en á hálendi 2-3°C. Um slíkar lindir segir Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni að vatnsgæfni þeirra sé mjög jöfn ári...
Hvaða sveppur er á þessari mynd?
Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...
Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar. Nýárið var fæ...