Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1145 svör fundust
Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar GunnarssonMargar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá ...
Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?
SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...
Gilda einhverjar reglur um það að konur eigi að sitja vinstra megin í kirkjum?
Engar reglur eru í gildi í þessu efni hér á landi og hafa ekki verið lengi. Það er hins vegar siður í formlegum kirkjubrúðkaupum að kynin sitji hvort sínum megin í kirkjunni og konur þá til vinstri þegar inn er gengið eða norðanmegin í kirkjunni. Þetta er þó alfarið á valdi hjónanna sem í hlut eiga og engin kirkju...
Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?
Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Reynisdóttir rannsakað?
Inga Reynisdóttir starfar á meinafræðideild Landspítala þar sem hún er ábyrgðarmaður skyldleikarannsókna og stundar jafnframt vísindarannsóknir á brjóstakrabbameini. Inga er einnig klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Vísindarannsóknir Ingu og samstarfaðila hennar beinast einkum að því að skilgre...
Hvernig urðu öll trúarbrögð til?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum...
Hvernig verður maður til?
Við eigum svar við þessari spurningu eftir Þuríði Þorbjarnardóttur. Þú getur lesið svarið með því að smella hér. Við hvetjum einnig lesendur til að lesa eftirfarandi svör: Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?Er hið „örugga“ tímabil kvenna til?...
Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?
Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Hvað eru til margar konur í heiminum?
Það er ekki hægt að segja upp á hár hversu margar konur eru í heiminum þar sem mannfjöldi hér á jörðinni er áætlaður. Eins þarf að áætla hversu stór hluti mannkyns eru konur og hversu stór hluti karlar. En við höfum þó nokkuð góða hugmynd um hvernig þessir hlutir. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hv...
Hvað er algengasta stelpunafn á Íslandi?
Á vef Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, svo sem um algengustu nöfnin. Nýjustu tölur eru frá 1. janúar árið 2010 en eftirfarandi nöfn kvenna eru algengust: Guðrún Anna Sigríður Kristín Margrét/Margrjet/Margret En algengustu tvínefni kvenna eru eftirfarandi: Anna María Anna Margrét Anna Kristín ...
Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?
Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þu...
Hversu mikið blóð kemur þegar konur hafa blæðingar?
Þegar konur hafa tíðir missa þær að meðaltali um 35 ml af blóði en allt frá 10 til 80 ml er talið eðlilegt. Blóðið er upprunnið í æðum í legslímunni sem brotnar niður ef engin frjóvgun verður í tíðahringnum. Það kann að koma einhverjum á óvart hversu lítið blóð þetta í raun er. En í því sambandi er rétt að haf...
Hvaða hlutverki gegndu Vestumeyjar í Róm til forna?
Hinar rómversku Vestumeyjar voru sex talsins. Þeirra meginhlutverk var að gæta þess að eldurinn slokknaði aldrei í opinberu eldstæði ríkisins sem kennt var við gyðjuna Vestu, en grískt heiti hennar er Hestía. Hún var hjarta Rómar og heiti hennar var nafnhvörf fyrir borgina sjálfa hjá rómverskum skáldum. Embætti Ve...
Eru karlar líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi en konur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er já. Ef við tökum allt líkamlegt ofbeldi alls staðar í heiminum þá eru karlar mun líklegri til að vera gerendur en konur. En hér þarf marga fyrirvara. Ein af ástæðum þess að karlar eru líklegri til að beita líkamlegu ofbeldi er einfaldlega að víða eru þeir (en ekki konur) þj...