Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7648 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?

Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?

Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett up...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er forsenda þess að skammtafræðin varð til?

Almennt er hægt að segja að skammtafræðin hafi verið fundin upp til þess að lýsa eðlisfræðilegum kerfum í náttúrunni sem hreyfifræði Newtons eða svo kölluð sígild eðlisfræði gat ekki lýst. Því er hægt að hugsa skammtafræðina sem betri lýsingu á ferlum náttúrunnar. Fyrir mörg kerfi gefur hún því eðlilega sömu svör ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nanótækni?

Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka stjörnuspár? Hvernig geta spámenn skrifað spár um fólk án þess að þekkja það?

Stjörnuspár byggja á einfaldri forsendu. Í stjörnuspeki er fullyrt að tilhögun pláneta og fastastjarna á fæðingarstund einstaklinga hafi áhrif á líf og persónuleika þessara sömu einstaklinga í framtíðinni. Samkvæmt vísindum nútímans er ekkert sem styður þetta. Stjörnuspeki nútímans má rekja allt til Ptólemaíosa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verður kuldi til?

Þótt okkur sé tamt að líta á hita og kulda sömu augum, þá er algjör grundvallarmunur á hugtökunum tveimur samkvæmt skilningi eðlisfræðinnar. Hiti tengist hreyfingum smæstu efniseindanna og því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Um kulda gegnir öðru máli: Kuldi er ekkert ne...

category-iconHugvísindi

Hvenær var ballett fundinn upp?

Ballett er listdans sem á rætur að rekja til ítölsku endurreisnarinnar en þar var dansað á hirðskemmtunum. Þegar ítalska aðalskonan Katrín af Medici (1519-1589) giftist Hinriki II konungi Frakka, flutti hún með sér listdansinn og stundum er sagt að tæknin sem ballettinn byggir á sé uppruninn við hirð hennar í Frak...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?

Munurinn á tvítölu og fleirtölu felst í því að í fyrra tilvikinu er átt við tvo en í hinu síðara við fleiri. Þessi munur kom bæði fram í persónufornöfnum og eignarfornöfnum. Aðgreiningin er gamall indóevrópskur arfur sem lotið hefur í lægra haldi í nær öllum málaættunum. Persónufornöfnin við og þið voru no...

category-iconMálvísindi: almennt

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er svona erfitt að lesa rauða stafi á bláum grunni?

Þetta stafar af því að mikill munur er á bylgjulengd í rauðu og bláu ljósi. Þess vegna brotnar ljós af þessum litum líka mismikið í auganu eða í sjónglerjum. Rautt ljós frá tilteknum punkti kemur ekki saman í sama punkti inni í auganu eða handan sjónglersins eins og blátt ljós frá sama upphafspunkti. Augað getur e...

category-iconHeimspeki

Hver er Jürgen Habermas og hvert er framlag hans til vísindanna?

Jürgen Habermas er af mörgum talinn fremsti heimspekingur Þýskalands í dag og einn merkasti kenningasmiður samtímans á sviði félagsvísinda. Hann tilheyrir þeim hópi núlifandi meistarahugsuða sem erfitt er að staðsetja nákvæmlega samkvæmt viðtekinni skiptingu greina í fræðaheiminum. Verk hans spanna breitt svið inn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hefur einræktaður (klónaður) einstaklingur eins fingraför og fyrirmyndin?

Í stuttu máli, nei. Eineggja tvíburar hafa ekki eins fingraför og því myndu einræktaðir einstaklingar ekki heldur hafa eins fingraför. Fingraför eineggja tvíbura eru reyndar mjög lík, en alls ekki eins. Ástæðan fyrir þessu er að mynstur fingrafara ræðst ekki eingöngu af erfðafræðilegum þáttum heldur líka því hv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari?

Sögnin að manga er gömul í málinu. Hún merkir oftast að 'pranga, prútta' en getur einnig merkt að 'þjarka'. Merkingin 'fjölyrða, skrafa' sem þekktist í gömlu máli er ekki lengur notuð. Sambandið að manga einhverju út er notað um að selja eitthvað en sambandið að manga til við einhvern merkir að 'mælast til einhver...

category-iconLæknisfræði

Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?

Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora). Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að m...

Fleiri niðurstöður