Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett upp á stærðfræðilegan hátt með skorðum og markfalli og markmiðið er að finna þá lausn sem fær besta gildið á markfallinu ásamt því að uppfylla allar skorður. Hermun gengur út á að búa til tölvulíkön af flóknum kerfum og keyra kerfin yfir langan tíma og/eða margoft til að sjá hvernig kerfið þróast og hagar sér.

Á síðustu árum hefur Eyjólfur Ingi skoðað ólíkar leiðir í átt að sjálfbæru orkukerfi á Íslandi og greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar. Í slíkum rannsóknum hefur Eyjólfur beitt kvikum kerfislíkönum (e. system dynamics) sem eru vel til þess fallin að túlka flókin orsakasambönd í orkukerfum og samgöngum. Eyjólfur Ingi hefur einnig rannsakað þráðlaus netsamskipti og gert hermanir og tilraunir á slíkum kerfum. Þráðlaus netsamskipti eru flókin vegna þeirrar truflunar sem sendingar verða af öðrum samskiptum á sömu tíðni og því er mikilvægt að raða samskiptum niður á tíðni og í tíma svo að truflanir verði innan þolmarka.

Rannsóknir Eyjólfs eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.

Eyjólfur Ingi er fulltrúi Íslands í COST-Action Evrópuverkefni um nýrnaskipti (e. Kidney Exchange Programs) þar sem stærðfræðilíkönum er beitt til að para saman nýrnaþega og nýrnagjafa. Hann hefur beitt svipuðum stærðfræðilíkönum á önnur ólík viðfangsefni, til að mynda greiningu á úthlutun leikskólaplássa í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Eyjólfur Ingi er meðlimur þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík, ásamt því að vera ritari Vísindafélags Íslendinga, gjaldkeri Aðgerðarannsóknafélags Íslands (ARFÍ) og í ritstjórn Tölvumála.

Eyjólfur Ingi er fæddur árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, C.Sc.-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla ári seinna. Eftir að hafa unnið um stund hjá AGR Dynamics (sem hét á þeim tíma Bestun og ráðgjöf ehf.), flutti Eyjólfur Ingi til New York og hóf nám við Columbia University. Eyjólfur Ingi lauk M.Sc.-gráðu í aðgerðarannsóknum árið 2002 og doktorsgráðu í aðgerðarannsóknum árið 2007 frá Columbia University. Hann hóf störf við Háskólann í Reykjavík árið 2007. Eyjólfur Ingi hlaut kennsluverðlaun Háskólans í Reykjavík árið 2017.

Mynd:

  • Úr safni EIÁ.

Útgáfudagur

15.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76882.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 15. desember). Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76882

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76882>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Eyjólfur Ingi Ásgeirsson rannsakað?
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Bæði bestun og hermun ganga út á að beita stærðfræðilíkönum til að hjálpa að greina og leysa flókin vandamál. Í bestun er vandamálið sett upp á stærðfræðilegan hátt með skorðum og markfalli og markmiðið er að finna þá lausn sem fær besta gildið á markfallinu ásamt því að uppfylla allar skorður. Hermun gengur út á að búa til tölvulíkön af flóknum kerfum og keyra kerfin yfir langan tíma og/eða margoft til að sjá hvernig kerfið þróast og hagar sér.

Á síðustu árum hefur Eyjólfur Ingi skoðað ólíkar leiðir í átt að sjálfbæru orkukerfi á Íslandi og greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar. Í slíkum rannsóknum hefur Eyjólfur beitt kvikum kerfislíkönum (e. system dynamics) sem eru vel til þess fallin að túlka flókin orsakasambönd í orkukerfum og samgöngum. Eyjólfur Ingi hefur einnig rannsakað þráðlaus netsamskipti og gert hermanir og tilraunir á slíkum kerfum. Þráðlaus netsamskipti eru flókin vegna þeirrar truflunar sem sendingar verða af öðrum samskiptum á sömu tíðni og því er mikilvægt að raða samskiptum niður á tíðni og í tíma svo að truflanir verði innan þolmarka.

Rannsóknir Eyjólfs eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit.

Eyjólfur Ingi er fulltrúi Íslands í COST-Action Evrópuverkefni um nýrnaskipti (e. Kidney Exchange Programs) þar sem stærðfræðilíkönum er beitt til að para saman nýrnaþega og nýrnagjafa. Hann hefur beitt svipuðum stærðfræðilíkönum á önnur ólík viðfangsefni, til að mynda greiningu á úthlutun leikskólaplássa í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Eyjólfur Ingi er meðlimur þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík, ásamt því að vera ritari Vísindafélags Íslendinga, gjaldkeri Aðgerðarannsóknafélags Íslands (ARFÍ) og í ritstjórn Tölvumála.

Eyjólfur Ingi er fæddur árið 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, C.Sc.-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla ári seinna. Eftir að hafa unnið um stund hjá AGR Dynamics (sem hét á þeim tíma Bestun og ráðgjöf ehf.), flutti Eyjólfur Ingi til New York og hóf nám við Columbia University. Eyjólfur Ingi lauk M.Sc.-gráðu í aðgerðarannsóknum árið 2002 og doktorsgráðu í aðgerðarannsóknum árið 2007 frá Columbia University. Hann hóf störf við Háskólann í Reykjavík árið 2007. Eyjólfur Ingi hlaut kennsluverðlaun Háskólans í Reykjavík árið 2017.

Mynd:

  • Úr safni EIÁ.

...