Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að manga er gömul í málinu. Hún merkir oftast að 'pranga, prútta' en getur einnig merkt að 'þjarka'. Merkingin 'fjölyrða, skrafa' sem þekktist í gömlu máli er ekki lengur notuð. Sambandið að manga einhverju út er notað um að selja eitthvað en sambandið að manga til við einhvern merkir að 'mælast til einhvers af einhverjum' en einnig 'að stíga í vænginn við einhvern'.
Af sögninni manga er leitt nafnorðið mangari. Það er bæði til í jákvæðri merkingu um sölumann sem flakkar um með varning og í neikvæðari merkingu um braskara sem reynir að græða á vafasömum viðskiptum. Hermangari er til dæmis sá sem reynir að græða á stríði og hórumangari er sá sem efnast af því að láta konur selja blíðu sína og innheimtir mestan hluta tekna þeirra.
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2004, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4328.
Guðrún Kvaran. (2004, 8. júní). Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4328
Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið „mangari“ eins og í hórumangari?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4328>.