Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3034 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörg afkvæmi geta leðurblökur eignast?

Leðurblökur (Chiroptera) eru einu spendýrin sem geta flogið. Þekktar eru um 1.200 tegundir af leðurblökum og aðeins finnast fleiri tegundir hjá nagdýrum (Rodentia) af öllum spendýrahópum. Það er nánast regla meðal leðurblaka að kvendýrin gjóti einum unga. Aðalundantekningin eru leðurblökur af ættkvíslinni Lasiu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er best að lýsa Riemann-flötum?

Til þess að svara því geri ég ráð fyrir að lesandinn þekki hvað tvinntala (e. complex number) er, hvernig grunnaðgerðirnar samlagning, frádráttur, margföldun og deiling eru framkvæmdar á þeim, hvað samfellt fall (e. continuous function) er og að mengi tvinntalnanna myndi sléttu (e. plane) sem er táknuð með \(C\), ...

category-iconFornleifafræði

Hversu gamall er elsti peningur á Íslandi?

Rómverskir peningar Elsti peningur sem fundist hefur á Íslandi – svo ekki verði brigður bornar á – er rómverskur koparpeningur sem sleginn var í borginni Cyzicus í Litlu-Asíu á árunum 270-75 e. Kr. Hann fannst í húsarústum á Bragðavöllum í Hamarsfirði árið 1933 en 1905 hafði fundist þar annar rómverskur peningu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?

Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða. Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunu...

category-iconLæknisfræði

Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?

Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jarðhnik?

Orðið jarðhnik kom fram upp úr 1970 og var á sínum tíma tilraun til þýðingar á enska orðinu „tectonics“, en meðal annarra tillagna voru „jarð-ið“ og „jarðmjak.“ Ekkert þessara orða hefur náð verulegri fótfestu, jarðhnik þó helst, en oftast er talað um „tektóník“ eða einfaldlega „jarðskorpuhreyfingar.“ Gallinn við ...

category-iconEfnafræði

Hvað er þungt vatn og til hvers er það notað?

Kjarnar frumeinda (e. atoms) eru samsettir úr tvenns konar ögnum; róteindum (e. protons) og nifteindum (e. neutrons). Fjöldi róteinda, sem bera jákvæða rafhleðslu, skilgreinir gerð frumeindarinnar en fjöldi nifteinda, sem eru óhlaðnar, getur verið breytilegur. Um kjarnann sveima neikvætt hlaðnar rafeindir (e. elec...

category-iconLæknisfræði

Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?

Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er munur á þykkt hægri og vinstri hjartaveggjar?

Veggir hjartans eru gerðir úr þremur meginlögum. Mest fer fyrir miðlaginu sem er hjartavöðvinn (e. myocardium). Hann er gerður úr sérstökum hjartavöðvavef. Utan um hjartavöðvann er þunn hjartahimna (e. epicardium) gerð úr bandvef og fituvef. Fyrir innan hjartavöðvann er örþunnt og slétt hjartaþelið (e. endocardium...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er NAT (Network Address Translation)?

NAT er skammstöfun og stendur fyrir 'netword address translation'. Á íslensku er notað hugtakið netnúmerstúlkun. Í stuttu máli er það aðferð til að gefa mörgum tölvum sömu IP-töluna (e. Internet Protocol address). Sökum þess að skortur er á IP-tölum í heiminum, það er að segja IPv4 (e. Internet Protocol version 4)...

category-iconLæknisfræði

Hafa heyrnartól einhver skaðleg áhrif á heyrn eða annað?

Heyrnartól geta haft skaðleg áhrif á heyrn, sé hljóðið frá þeim stillt of hátt. Skyndilegur hvellur getur valdið sárauka, skammtíma- eða langvarandi heyrnartapi eða aukinni viðkvæmni fyrir hljóði (e. hyperacusus). Auk þess getur langvarandi útsetning fyrir hljóðum hærri en 80-90dB valdið heyrnarskaða, til dæm...

category-iconEfnafræði

Getið þið leyst úr deilu milli mín og pabba um það hvort frumefnið vetni sé búið til úr vatni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég og pabbi minn erum búin að vera í deilum í langan tíma vegna vetnis. Mér datt í hug að láta Vísindavefinn útkljá vandamálið. Vetni er frumefni. Vetni + súrefni búa til vatn, ekki satt? En vetni er ekki búið til úr vatni er það nokkuð? Efnaformúla vatns er H2O sem þýði...

category-iconSálfræði

Hvar í heilanum er meðvitundin?

Þegar spurt er hvar meðvitundin sé í heilanum þarf að skilgreina hvað átt sé við með hugtakinu sjálfu. Heimspekingar greina gjarnan á milli skynvitundar (e. phenomenal consciousness) og aðgangsvitundar (e. access consciousness). Með skynvitund er átt við huglæga upplifun hvers og eins. Það hefur reynst mönnum ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?

Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef. Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta k...

Fleiri niðurstöður