Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þegar orð eru búin til eru oftast notaðir til þess orðstofnar sem fyrir eru í málinu. Þeir eru ýmist teknir beint án hljóðbreytinga eða orðin eru mynduð með hjálp þeirra möguleika, sem málið ræður yfir, til dæmis hljóðvarpi. Orðið hilla er eitt slíkra orða.
Orð sömu eða svipaðrar merkingar eru til í grannmálunum og telst orðið því samnorrænt. Hilla er upphaflega notað um stall í fjalli og síðar einnig um lárétta fjöl til að geyma e-ð á. Stofninn er hel- og hefur hilla verið myndað með i-hljóðvarpi. Skyld því eru hjallur og hjalli sem orðin eru til við klofninguna e > ja. Þarna hefur málið notað hljóðlögmál sem eðlileg eru við orðmyndun.
Orðið ujka, í fleirtölu sennilega ujkur (sbr. kápa, kápur) hefst á stafasambandinu uj- í framstöðu sem ekki á sér fyrirmynd í íslenskri orðmyndun. Ekki er eðlilegt að mynda orð með einhljóðum + j (a, e, é, i, í, u, ú + j) og hafnar málið því þeirri leið til nýmyndunar orða. Aftur á móti eru dæmi þess að mynda má ný orð sem hefjast á tvíhljóðum + j, til dæmis eyja, æja.
Guðrún Kvaran. „Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1749.
Guðrún Kvaran. (2001, 28. júní). Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1749
Guðrún Kvaran. „Af hverju heita hillur „hillur” en ekki „ujkur”?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1749>.