Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 226 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

category-iconHugvísindi

Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?

Rússar og Tsjetsjenar hafa löngum eldað grátt silfur saman. Áhrifa Rússa fer að gæta í norðurhluta Kákasus á tímum Péturs mikla um og eftir 1700. Á sléttunum norðan við Tsjetsjeníu á bökkum árinnar Terek réðu ríkjum svonefndir Terekkósakkar, sem komið höfðu þangað úr ýmsum áttum á tvö hundruð árum þar á undan. Hóf...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var hægt að læra 1918 og hvers konar skólar voru á Íslandi þá?

Allt síðan á 18. öld hafði verið fræðsluskylda á Íslandi, foreldrar verið ábyrgir fyrir því að börn lærðu að lesa og skrifa og fræddust um meginatriði kristindóms. Seint á 19. öld bættist við krafa um reikningskunnáttu. Á 19. öld var líka tekið að stofna barnaskóla á einstökum þéttbýlisstöðum. En í sveitum voru ví...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?

Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...

category-iconHugvísindi

Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?

Þegar þetta er skrifað (árið 2002) eru 101 ár síðan friðarverðlaun Nóbels voru veitt í fyrsta sinn. Að vísu hefur það gerst 19 sinnum að verðlaunin væru ekki veitt, en á móti kemur að 25 sinnum hefur þeim verið skipt á milli tveggja og einu sinni milli þriggja. Alls eru því 109 aðilar sem hafa fengið þau í tímans ...

category-iconSálfræði

Hvernig er best að byggja upp gott sjálfsöryggi?

Öll þurfum við á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við áskoranir daglegs lífs og breytingar í umhverfi okkar. Skortur á því getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Rannsóknir sýna að hugsun okkar er máttugt afl. Það hvernig vi...

category-iconLæknisfræði

Hvað er drómasýki?

Drómasýki (e. narcolepsy, einnig kölluð Gélineau-Redlich syndrome, Gélineau's disease, Gélineau's syndrome, hypnolepsy eða paroxymal sleep) er taugasjúkdómur sem veldur ýmsum furðulegum svefntruflunum. Svefnflog Eitt helsta einkenni drómasýki eru svefnflog (e. sleep attacks). Þegar drómasjúkt fólk fær svefn...

category-iconHeimspeki

Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?

Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerði Mao Zedong gott fyrir þjóð sína?

Spurningin Ásdísar í heild sinni hljóðaði svona: Góðan daginn! Ég er nemandi í 10. bekk og við eigum að gera verkefni um Maó Zedong. Við vorum að velta fyrir okkur hvort hann hefði gert eitthvað gott eða látið eitthvað gott af sér leiða í valdatíð sinni eða fyrir sína þjóð? Mao Zedong (1893-1976) hefur löngum ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær gátu konur á Íslandi gifst án samþykkis föður eða bróður?

Stutta svarið er að svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en með nýjum lögum um stofnun og slit hjúskapar árið 1921 sem öll fyrri ákvæði um takmörkun á sjálfræði kvenna hvað hjónaband varðar voru endanlega úr sögunni. Aftur á móti má ætla að flest fólk hafi verið hætt að láta gamlar hugmyndir og hefðir hafa áhr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hemlunarvegalengd bíla óháð massa þeirra eða þyngd?

Stutta svarið er já: Hemlunarvegalengd bíla er óháð massa þeirra. Hún er eingöngu háð upphaflegum hraða bílanna, yfirborði vegar eða götu og ástandi hjólbarða. Upphaflega spurningin var sem hér segir: Tveir bílar, annar er helmingi þyngri. Spurningin er: Hafa þeir sömu bremsuvegalengd miðað við sama hraða? Ef ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

category-iconBókmenntir og listir

Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?

Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...

category-iconVeðurfræði

Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?

Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...

category-iconSálfræði

Hvað er stokkhólmsheilkenni?

Stokkhólmsheilkennið er hugtak sem vísar til jákvæðs tilfinningasambands gísls við gíslatökumann sinn. Það var sænski geðlæknirinn Nils Bejerot (1921-1988) sem skilgreindi hugtakið fyrstur árið 1973, þegar hann aðstoðaði sænsku lögregluna að upplýsa bankarán sem var framið í Kreditbanken í Stokkhólmi sama ár. Bank...

Fleiri niðurstöður