Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 902 svör fundust

category-iconVísindasaga

Hvernig og hvenær urðu vísindi til?

Spurningin um það hvenær og hvernig vísindin urðu til er eitthvert forvitnilegasta umhugsunarefni vísindasögunnar og svör við henni eru vitanlega með ýmsu móti. Enda felst í henni spurningin Hvað eru vísindi? Ein kenning er sú að upphaf vísinda megi rekja til þess þegar maðurinn fór að búa til áhöld. Fyrstu áhö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar „brögð“ eru í orðinu trúarbrögð?

Upprunalega spurningin hljómaði svona: Hvaðan kemur orðið „trúarbrögð“. Brögð hljómar eins og það séu einhver töfrabrögð eða galdrar. Af hverju varð þetta orð til á Íslandi. Orðið „trú“ hljómar virðulegra en þegar búið er að bæta við orðinu „brögð“. Orðmyndirnar trúbrögð og trúarbrögð þekkjast þegar í fornu ...

category-iconHugvísindi

Hvernig vann Persaveldi sig upp aftur eftir að Alexander mikli lagði það undir sig?

Hið forna Persaveldi sem Alexander mikli Makedóníukonungur (356-323 fyrir Krist) sundraði er aftur upp risið við lok 2. aldar fyrir Krist, sem veldi Arsakída. Persar taka aftur sjálfir við völdum á 3. öld eftir Krist. Fyrst er að gera greinarmun á Persíu og Persaveldi. Dareios III Persakonungur var ráði...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er uppruni listarinnar?

Þessari stóru spurningu er ekki auðsvarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða málið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf listarinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örbylgjukliður, hvenær uppgötvaðist hann og hvernig er hann útskýrður?

Grundvallarforsögn kenningarinnar um Miklahvell (Big Bang) er sú að alheimurinn þenjist út. Útþenslan bendir til þess að alheimurinn hafi verið minni, þéttari og heitari í fortíðinni, en að hann hafi smám saman kólnað með þenslunni. Snemma í sögu alheimsins hefur gasið sem hann var gerður úr verið mjög heitt og g...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á þjóðernissósíalisma og nasisma?

Þessi munur er nákvæmlega enginn eftir því sem við vitum best. Þetta eru tvö orð um sama hlutinn og annað raunar upphaflega til komið sem stytting á hinu. Þjóðernissósíalismi heitir Nationalsozialismus á þýsku og íslenska orðið er bein þýðing á því orði. Upphaf þess er borið fram með skýru ts-hljóði („nats-“...

category-iconHeimspeki

Hvernig skilgreinir maður heimspeki? Hvað er heimspeki?

Ég legg fram tvær lögmætar skilgreiningar á heimspeki. Fyrri skilgreiningin er þessi: Heimspeki er sú iðja að glíma af heiðarleik og hugrekki við spurningar sem varða tilvist mannsins, bæði hvað er og hvað ber (verufræði og siðfræði) og spurningar sem spretta af þessum og virðist við rannsókn nauðsynlegt að svara ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Kabbala?

Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða land eða lönd gætu í náinni framtíð orðið að ríki sem getur jafnast á við Bandaríkin í hernaðarmætti og efnahag?

Þrátt fyrir að hlutfallslegir yfirburðir Bandaríkjanna í hernaðar- og efnahagsmætti séu gríðarlegir – nánast óviðjafnanlegir í sögulegu samhengi – búum við í veröld þar sem að straumar og stefnur móta í sífellu farveg alþjóðastjórnmála framtíðarinnar. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir að næstu áratugi verði einhverj...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var orðið satellite fyrst notað í stjarnvísindum?

Orðið „satellite“ var fyrst notað í stjarnvísindum á fyrri hluta 17. aldar þegar þýski stjörnu- og stærðfræðingurinn Jóhannes Kepler (1571-1630) vísaði til nýuppgötvaðra fylgitungla reikistjörnunnar Júpíters með fleirtölumynd latneska orðsins satelles. Það gerði hann í riti sem kom út á latínu árið 1611. Stuttur t...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?

Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?

Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er orðið algrím til komið?

Orðið algrím er nýyrði fyrir alþjóðaorðið sem heitir á ensku ‘algorithm’. Það hefur áður verið íslenskað sem algórithmi, algóriþmi eða algóritmi. Það er dregið af eldri orðmynd, algorism, sem aftur er dregið af persneska mannsnafninu al-Khowârizmî. (Innskot ritstjóra: Al-Khowârizmî þessi var uppi á fyrri hluta níu...

category-iconTrúarbrögð

Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?

Einfalda svarið við þessari spurningu er: nei, það er ekki sama tímatal notað í íslamstrú og í kristinni trú. Tímatal kristinna manna kallast gregoríanska tímatalið og er notað í flestum Vesturlöndum. Tímatal múslima er hins vegar kallað Hijri-tímatalið og er notað opinberlega í löndum við Persaflóa og þá sérstakl...

Fleiri niðurstöður