Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 286 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar getnaðarvarnarpilla kvenna?

Getnaðarvarnarpilla kvenna inniheldur tilbúnar útgáfur af kvenhormónunum estrógeni og prógesteróni. Til eru tveir meginflokkar af pillum. Annars vegar eru samsettar pillutegundir sem innihalda bæði hormónin og hins vegar eru smápillur sem innihalda eingöngu gerviprógesterón. Þessi hormón eru mynduð í eggjastokk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Í hvaða mánuði og hvaða dag er líklegt að hiti fari fyrst yfir 20 stig á Íslandi?

Hiti fer í að minnsta kosti 20 stig á hverju sumri á Íslandi. Það er hins vegar mjög misjafnt hversu snemma sumars eða vors það gerist. Upplýsingar um hámarkshita hvers dags á landinu eru aðgengilegar aftur til og með 1949 og því lítum við fyrst á meðaltöl þess tímabils og einungis á mannaðar veðurstöðvar. Hiti...

category-iconStærðfræði

Voru víkingarnir með tölukerfi?

Spurning Veigars hljóðaði svona: Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það? Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níund...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi?

Með kerfisbundinni kortlagningu á útbreiðslu, gerð og aldri jökulminja má afla gagna um jöklabreytingar í tímans rás. Þessi gögn má bera saman við aðrar upplýsingar sem varpa ljósi á umhverfisþróun, til dæmis gróðurfarssögu sem könnuð er með greiningu frjókorna og plöntuleifa úr vatna- og mýrarseti. Með slíkum sam...

category-iconÞjóðfræði

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig kviknaði líf á jörðinni?

Hvernig líf kviknaði á jörðinni er ein stærsta gáta sem vísindamenn standa frammi fyrir. Þrátt fyrir að ýmsar ótrúlegar uppgötvanir hafi verið gerðar á lífrænum ferlum undanfarna áratugi getum við enn þann dag í dag ekki sagt til um það hvernig líf kviknaði upphaflega. Til eru ýmsar kenningar um hvernig fyrstu líf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?

Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða skilyrði berst hafís til Íslands?

Nær allur hafís við Ísland er hingað kominn fyrir tilverknað hafstrauma og vinds. Það er aðeins í undantekningartilvikum sem hann myndast á hafsvæðum skammt undan ströndum landsins. Líkur á að hafís komi upp að ströndum landsins ráðast að mestu af tveimur þáttum: a) Heildarflatarmáli íss við Austur-Grænland og b) ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var leikhús í Skandinavíu á miðöldum?

Leikhúsbyggingar voru ekki til á Norðurlöndum á miðöldum. Það sama á reyndar við um um flest önnur Evrópulönd á sama tíma (um miðaldaleikhúsið annars staðar, sjá til dæmis Axton 1974; Tydeman 1978; og Wickham 1987). Elstu varðveittu leikrit Norðurlanda eru flest frá síðari hluta 16. aldar (Tobie Comedia (gefið út ...

category-iconHagfræði

Hversu slæm var einokunarverslunin raunverulega fyrir Ísland?

Árið 1602 veitti Danakonungur kaupmönnum í þrem dönskum borgum einkaleyfi til að versla við Íslendinga. Konungur vildi að ágóði af versluninni rynni í vasa Dana en ekki erlendra kaupmanna. Bjóða skyldi landsmönnum nóg af falslausri erlendri vöru á sanngjörnu verði í tilteknum höfnum. Breytingin vakti ekki hrif...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er líkleg þróun tónlistar?

Tónlist 20. aldar hefur einkennst af breytingum og fjölbreytni. Fjölmiðlar ásamt upptöku- og dreifingartækni nútímans hafa haft veruleg áhrif á dreifingu tónlistar og aðgengi að henni á öldinni. Og seinni hluta aldarinnar hefur tölvan líka haft veruleg áhrif sem hljóðgjafi og tæki til tónsmíða. Líklegt er að tónli...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?

Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri. William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið frætt mig um heilarafritun, eða EEG?

Heilarafritun (e. EEG, electroencephalography) er taugalífeðlisfræðileg mæling á rafvirkni í heilanum. Við mælinguna eru notuð rafskaut sem eru sett á höfuðið eða í einstaka tilvikum beint á heilabörkinn, ysta lag heilans. Fyrst er höfuðið undirbúið með því að setja rafleiðandi gel undir rafskautin. Gelið minnkar ...

category-iconLæknisfræði

Er eitthvað til í fréttum um að getnaðarvarnarpillan Yasmin geti valdið blóðtappa?

Nýlega hafa birst fréttir af tilfellum um blóðtappa, og jafnvel dauðsfalla í kjölfarið, sem hugsanlega megi rekja til notkunar á getnaðarvarnarpillunni Yasmin. Það skal tekið fram að enn á eftir að rannsaka þessi tilfelli betur áður en upplýst er hver orsök þeirra er. Enn eru engar rannsóknir sem benda til þess að...

Fleiri niðurstöður