Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 261 svör fundust
Hvernig kæsir maður skötu?
Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...
Hvernig eru eldgos flokkuð?
Í mörgum eldgosum breytast goshættir með tíma. Þau geta til dæmis byrjað sem sprengigos, síðan orðið að blandgosi og endað sem hreinræktuð flæðigos. Því þarf að fara varlega í að skipa einstökum gosum í flokka, þótt vissulega sé ákveðin gerð gosvirkni oft ríkjandi allan tímann. Af eiginleikum kvikunnar skiptir efn...
Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?
Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...
Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?
Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn...
Hvað eru pólskipti?
Með orðinu pólskipti er oft átt við það þegar segulskaut jarðar flytjast á milli hinna landfræðilegu skauta hennar. Jörðin er nokkurnveginn kúlulaga, og er geisli (radíus) hennar um 6400 km. Innri hluti hennar, með geislann um 3500 km, er að mestu úr bráðnu efni. Með samanburði við samsetningu loftsteina er lík...
Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?
Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...
Eyðist plast í sjónum eða mun það verða þar um alla eilífð?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar plast brotnar niður í náttúrunni, þá er talað um að það brotni í sífellt smærri einingar án þess að plastið raunverulega eyðist, sem aftur þýðir að einhvers staðar stöðvast niðurbrotið. Hvað eru einingarnar orðnar smáar þegar niðurbrotið stöðvast? Er þá raunverulega um það a...
Hvernig vita vísindamenn að kvikan í Geldingadölum er komin úr möttlinum?
Efsti hluti jarðmöttulsins nefnist deighvolf eða lághraðalag vegna þess að bergið þar er heitt, nálægt bræðslumarki sínu – það er deigt (eins og deig) og hraði jarðskjálftabylgja lækkar á ferð um það. Möttulbergið samanstendur af fjórum steindum, ólivíni, díopsíti, enstatíti og, háð þrýstingi, plagíóklas eða spínl...
Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?
Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...
Hvað gerist þegar maður lætur braka í puttunum?
Hér er einnig svar við spurningunum:Er vont fyrir liðina að láta braka í puttunum?Er óhollt að láta braka í puttunum á sér?Það er alltaf verið að segja að maður fái liðagigt af því að láta braka í puttunum, en hvað gerist í raun og veru?Hvað gerist þegar látið er braka eða smella í liðamótum (til dæmis í puttum) o...
Hvað er kadmín og hvaða áhrif hefur það á líkamann?
Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur.Kadmín (e. cadmium) er frumefni númer 48 í lotukerfinu og er skammstöfun þess Cd. Kadmín er mjúkur og silfurlitur málmur með bræðslumarkið 321°C. Rafeindir á ysta hvolfi frumeindar kallast gildisrafeindir (e. valence electrons) og ræður skipan þeirra miklu um eiginleika fr...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hvernig verkar hátalari?
Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...
Mig vantar svo að vita hvernig segulómun (MRI) fer fram?
Vatn er algengasta efnið í líkamanum og alls eru um 2/3 hlutar líkamans vatn. Hlutfall vatns er nokkuð mismunandi eftir líffærum og gerð vefja, en magn og eiginleikar vatns (hvort það er bundið eða óbundið) í vefjum breytist oft ef fólk veikist. Þetta fyrirbæri er notað við rannsóknir með segulómun. Vatn er efn...
Getur Hulk hoppað út í geim?
Hulk er grænn risi sem brýst fram þegar vísindamaðurinn Bruce Banner finnur fyrir sterkum tilfinningum, svo sem reiði, en hann varð til þegar Banner varð fyrir gamma-geislum. Búið er að skrifa margar sögur um hinn ótrúlega Hulk en hann kom fyrst fram í blaðinu Incredible Hulk árið 1962. Núna nýlegast kom hann fram...