- Kristallinn óx tiltölulega hratt í kyrrstæðu umhverfi, ella hefði samsetning bráðarinnar næst kristalnum hrærst stöðugt upp og samsetning kristalsins verið einsleit.
- Einföld beltun sýnir að ekki bættist við fersk bráð meðan kristallinn var að vaxa – að á vaxtartíma sínum óx hann í „lokuðu kerfi“.
- Kristallinn dvaldi fremur skamman tíma við háan hita í „kvikuhólfi“ því ella hefðu sést merki um að beltunin jafnaðist út.
- JGÞ.
Þakkir: Gögn sem hér er lagt út af eru frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Sæmundi Ara Halldórssyni (bergfræði) og Bryndísi Brandsdóttur (skorpuþykkt). Sæmundur las einnig yfir og bætti textann.