Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2243 svör fundust
Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?
Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...
Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?
Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...
Hvað gerist ef Alþingi setur lög sem stangast á við stjórnarskrána?
Ef ákvæði almennra laga stangast á við ákvæði stjórnarskrár gildir ákvæði almennu laganna ekki, enda má Alþingi ekki setja lög sem stangast á við ákvæði stjórnarskrár. Telji dómstóll að ákvæði almennra laga gangi gegn ákvæði stjórnarskrár er ákvæði almennu laganna einfaldlega virt að vettugi og ekki beitt við ...
Hvaða sandhraukar eru þetta sem ég sé í fjörunni í Nauthólsvík þegar ég fer í sjósund?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Ég hef verið svolítið í sjósundi í Nauthólsvíkinni. Hvaða náttúrufyrirbrigði eru hringar í sandinum í fjöruborði lónsins, nánast eins og eftir einhvern orm eða snigil? Hringirnir sem sjást í leirkenndum fjörum víða hér við land eru úrgangur eftir stórvaxinn burstaorm (Polych...
Hvað er kafaraveiki og hvernig er hægt að losna við hana?
Loftið sem við öndum að okkur er í raun blanda af mismunandi lofttegundum. Mest af rúmmáli loftsins er nitur eða 78%, súrefni er 21% en aðrar lofttegundir mun minna. Við köfun er notaður sérstakur búnaður til að anda með, svokölluð köfunartæki (e. self-contained underwater breathing apparatus = scuba). Kafari ...
Hvað merkir örnefnið Kleppur og hvar er Kleppsvík?
Örnefnið Kleppur er frekar fátítt. Merking orðsins er ,köggull' eða ,klepri' en sem örnefni merkir það ,klöpp'. Í nýnorsku getur klepp merkt ,smáklettur'. Líklegt er að kleppurinn sem Kleppur í Reykjavík er kenndur við, hafi verið svonefnt Skaft (Kleppsskaft), klettahöfðinn norðan við Kleppsspítalann, sem nú er sk...
Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?
Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...
Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?
Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...
Hvert berst gosaska?
Algengt er að lofthjúpurinn sé mjög lagskiptur bæði hvað varðar hitafallanda og vindstefnu og styrk. Ofan á veðrahvolfinu liggja ætíð svokölluð veðrahvörf og eru þau jafnframt neðra borð heiðhvolfsins. Hiti fellur lítið í heiðhvolfinu og er loft þar mjög stöðugt. Lóðréttar hreyfingar lofts eru mjög litlar að ja...
Við hvaða hita snjóar? Getur snjóað í miklu frosti?
Stöku sinnum snjóar í skamma stund í 2 til 4°C hita, en hiti er langoftast neðan við 0,5°C í snjókomu. Líkur á mikilli snjókomu minnka að jafnaði eftir því sem frost er meira, en mikil úrkoma myndast þó í skýjum þar sem hiti er lægri en -8°C sé uppstreymi þar jafnframt mikið. Það getur snjóað mikið í miklu frost...
Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?
Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum...
Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...
Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?
Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...
Hvað þýðir ISBN-talan fremst í bókum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hvað þýðir ISBN-talan fremst í íslenskum bókum? T.d. ISBN 9979-1-0047-8. ISBN stendur fyrir International Standard Book Number, og kallast á íslensku alþjóðlegt bóknúmer. Alþjóðlega bóknúmerið er nokkurs konar einkennistala sem þjónar þeim tilgangi að greina eitt rit sem bes...
Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...