Vatn er mun þyngra en loft og þess vegna þarf ekki mikið vatn til að fá mikinn þrýsting miðað við það sem líkaminn er vanur. Af þessum sökum þjappast lungun saman um helming ef andanum er haldið niðri og kafað er niður á 10 metra dýpi. Annað er ekki hægt þar sem þrýstingurinn í kringum loftið í lungunum er tvöfalt meiri á þessu dýpi en við yfirborðið. Þegar leitað er upp á yfirborðið á ný léttir aftur á loftinu, það þenst út og lungun fá aftur eðlilega stærð. Þegar andað er í gegnum lofttank er þrýstingur loftsins sá sami og vatnsþrýstingurinn í kring. Ef svo væri ekki myndi loftið ekki koma út úr tanknum. Þegar kafað er niður á 10 metra dýpi með köfunartæki er þrýstingurinn tvöfalt meiri en við sjávarmál. Við 20 metra dýpi er hann þrefalt meiri, fjórfalt meiri við 30 metra og svo framvegis. Kafaraveiki má rekja til þess að þegar lofttegundir í lofti undir miklum þrýstingi komast í snertingu við vatn leysast þær upp í vatninu. Þegar léttir á þrýstingnum losna þessar uppleystu lofttegundir úr vökvanum og sjást sem loftbólur. Gosdrykkir eru ágætt dæmi um þetta úr daglegu lífi. Kolsýrt vatn er framleitt með því að láta vatn komast í snertingu við koltvíoxíð (kolsýring) undir miklum þrýstingi þannig að lofttegundin leysist upp í vatninu. Þegar gosflaska er opnuð og létt er á þrýstingnum losnar loftegundin, sem var uppleyst í vatninu undir miklum þrýstingi, úr vökvanum og loftbólur stíga upp. Sambærilegt ferli getur átt sér stað við köfun. Haldi kafari sig á 30 metra dýpi í tiltekinn tíma safnast nitur fyrir í líkamanum, því sú lofttegund er ekki notuð við efnaskipti líkamans líkt og súrefni. Sumt af nitrinu í loftinu leysist upp í líkamsvökvum kafarans. Ef hann kemur of hratt úr kafi mundi svipað gerast og lýst var með gosflöskuna hér að ofan. Það er að segja, vegna minnkandi þrýstings losnar lofttegundin úr líkamsvökvanum og loftbólurnar sem myndast geta stíflað æðar og valdið mjög sársaukafullu og stundum lífshættulegu ástandi.
Vatn er mun þyngra en loft og þess vegna þarf ekki mikið vatn til að fá mikinn þrýsting miðað við það sem líkaminn er vanur. Af þessum sökum þjappast lungun saman um helming ef andanum er haldið niðri og kafað er niður á 10 metra dýpi. Annað er ekki hægt þar sem þrýstingurinn í kringum loftið í lungunum er tvöfalt meiri á þessu dýpi en við yfirborðið. Þegar leitað er upp á yfirborðið á ný léttir aftur á loftinu, það þenst út og lungun fá aftur eðlilega stærð. Þegar andað er í gegnum lofttank er þrýstingur loftsins sá sami og vatnsþrýstingurinn í kring. Ef svo væri ekki myndi loftið ekki koma út úr tanknum. Þegar kafað er niður á 10 metra dýpi með köfunartæki er þrýstingurinn tvöfalt meiri en við sjávarmál. Við 20 metra dýpi er hann þrefalt meiri, fjórfalt meiri við 30 metra og svo framvegis. Kafaraveiki má rekja til þess að þegar lofttegundir í lofti undir miklum þrýstingi komast í snertingu við vatn leysast þær upp í vatninu. Þegar léttir á þrýstingnum losna þessar uppleystu lofttegundir úr vökvanum og sjást sem loftbólur. Gosdrykkir eru ágætt dæmi um þetta úr daglegu lífi. Kolsýrt vatn er framleitt með því að láta vatn komast í snertingu við koltvíoxíð (kolsýring) undir miklum þrýstingi þannig að lofttegundin leysist upp í vatninu. Þegar gosflaska er opnuð og létt er á þrýstingnum losnar loftegundin, sem var uppleyst í vatninu undir miklum þrýstingi, úr vökvanum og loftbólur stíga upp. Sambærilegt ferli getur átt sér stað við köfun. Haldi kafari sig á 30 metra dýpi í tiltekinn tíma safnast nitur fyrir í líkamanum, því sú lofttegund er ekki notuð við efnaskipti líkamans líkt og súrefni. Sumt af nitrinu í loftinu leysist upp í líkamsvökvum kafarans. Ef hann kemur of hratt úr kafi mundi svipað gerast og lýst var með gosflöskuna hér að ofan. Það er að segja, vegna minnkandi þrýstings losnar lofttegundin úr líkamsvökvanum og loftbólurnar sem myndast geta stíflað æðar og valdið mjög sársaukafullu og stundum lífshættulegu ástandi.