Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?

Arnar Pálsson

Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum þau frá föður eða móður. Hún breytir ekki genunum en hefur áhrif á það hvort þau séu tjáð. Ef tvær sáðfrumur væru settar í kjarnalaust egg, væru þær báðar með samskonar mörkun, og fóstrið þá útsett fyrir vissum sjúkdómum.

Árið 2005 sögðu vísindamenn frá Háskólanum í Sheffield að þeir hefðu ýtt stofnfrumum á þroskabraut sem gæti leitt til kynfrumna. Hugmyndin var að nota stofnfrumur úr tveimur einstaklingum og láta stofnfrumur annars þeirra þroskast í egg en hins í sæði. Vísindamönnum tókst síðan að búa til starfhæfar sæðisfrumur úr músastofnfrumum, notuðu þær til að frjóvga egg og fengu eðlilegar mýs. Hins vegar er óljóst hvort hægt sé að þroska egg utan líkama, og þá sérstaklega úr stofnfrumu sem er karlkyns að arfgerð (XY). Rétt er að benda á að slíkar aðgerðir eru strangt til tekið ekki einræktun. Það sýnir hversu erfitt er að skilgreina þær aðferðir sem notaðar eru í æxlunarlíffræði og rannsóknum á tilraunadýrum.



Þegar tvíburar eða fjölburar verða til er ein sáðfrumu fyrir hvert egg sem frjóvgast, einn faðir og ein móðir. Þó eru þekkt dæmi um að tvær sáðfrumur frjóvgi eitt egg og þar með er afkvæmið orðið tvífeðra.

Í náttúrunni eru hins vegar þekkt dæmi um að tvær sæðisfrumur geti frjóvgað eitt egg. Árið 2007 fæddust tvíburar, einn drengur og einstaklingur með óþroskuð kynfæri. Erfðapróf sýndu að þeir höfðu erft sama erfðamengi frá móður, en fengið tvö sett frá föður. Einstaklingarnir voru vefja-blendingar (e. chimera), því erfðasamsetning húðarinnar (og líklega líkamans alls) var mismunandi eftir líkamshlutum. Slíkir hálf-tvíburar (e. Sesquizygotic twins) eru mjög sjaldgæfir en þeir eru svo sannarlega tvífeðra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðar spurningin svona
Er hægt að taka kjarna úr 2 sáðfrumum og setja í tóma eggfrumu? Með öðrum orðum búa til einstakling úr 2 karlkynseinstaklingum?

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2011

Spyrjandi

Daníel Eldjárn Vilhjálmsson

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=19843.

Arnar Pálsson. (2011, 7. febrúar). Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=19843

Arnar Pálsson. „Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=19843>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að taka kjarna úr tveimur sáðfrumum, setja í tóma eggfrumu og búa þannig til einstakling úr tveimur karlmönnum?
Erfðafræðileg rök mæla gegn því að prófa að setja kjarna úr tveimur sáðfrumum í tóma eggfrumu og búa til tvífeðra barn. Ástæðan er svonefnd foreldramörkun í erfðamengjum kynfruma okkar og fjölda annarra spendýra. Foreldramörkun (e. imprinting) nokkurra gena í erfðamengi okkar er mismunandi eftir því hvort við fáum þau frá föður eða móður. Hún breytir ekki genunum en hefur áhrif á það hvort þau séu tjáð. Ef tvær sáðfrumur væru settar í kjarnalaust egg, væru þær báðar með samskonar mörkun, og fóstrið þá útsett fyrir vissum sjúkdómum.

Árið 2005 sögðu vísindamenn frá Háskólanum í Sheffield að þeir hefðu ýtt stofnfrumum á þroskabraut sem gæti leitt til kynfrumna. Hugmyndin var að nota stofnfrumur úr tveimur einstaklingum og láta stofnfrumur annars þeirra þroskast í egg en hins í sæði. Vísindamönnum tókst síðan að búa til starfhæfar sæðisfrumur úr músastofnfrumum, notuðu þær til að frjóvga egg og fengu eðlilegar mýs. Hins vegar er óljóst hvort hægt sé að þroska egg utan líkama, og þá sérstaklega úr stofnfrumu sem er karlkyns að arfgerð (XY). Rétt er að benda á að slíkar aðgerðir eru strangt til tekið ekki einræktun. Það sýnir hversu erfitt er að skilgreina þær aðferðir sem notaðar eru í æxlunarlíffræði og rannsóknum á tilraunadýrum.



Þegar tvíburar eða fjölburar verða til er ein sáðfrumu fyrir hvert egg sem frjóvgast, einn faðir og ein móðir. Þó eru þekkt dæmi um að tvær sáðfrumur frjóvgi eitt egg og þar með er afkvæmið orðið tvífeðra.

Í náttúrunni eru hins vegar þekkt dæmi um að tvær sæðisfrumur geti frjóvgað eitt egg. Árið 2007 fæddust tvíburar, einn drengur og einstaklingur með óþroskuð kynfæri. Erfðapróf sýndu að þeir höfðu erft sama erfðamengi frá móður, en fengið tvö sett frá föður. Einstaklingarnir voru vefja-blendingar (e. chimera), því erfðasamsetning húðarinnar (og líklega líkamans alls) var mismunandi eftir líkamshlutum. Slíkir hálf-tvíburar (e. Sesquizygotic twins) eru mjög sjaldgæfir en þeir eru svo sannarlega tvífeðra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðar spurningin svona
Er hægt að taka kjarna úr 2 sáðfrumum og setja í tóma eggfrumu? Með öðrum orðum búa til einstakling úr 2 karlkynseinstaklingum?
...