Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 869 svör fundust
Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?
Landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að 12. apríl verði viðbúnaður vegna fuglaflensu færður af áhættustigi I á stig II. Það þýðir að miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands. Forsenda áhættustigs II er að fuglaflensa (H5N1) hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum en leiðir margra farf...
Hver dó fyrstur vegna byssu?
Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...
Af hverju er himinninn blár?
Með þessu er einnig svarað spurningu Andrésar Magnússonar: Fjarlægðin gerir fjöllin blá og svo framvegis. En hvernig stendur þá á því að tunglið er gult og jafnvel rauðleitt þegar það er lágt á himni?Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthj...
Hver er heimspekileg notkun orðanna inntak og umtak?
Orðin inntak (e. intension) og umtak (e. extension) eru notuð í heimspeki til að gera grein fyrir tveimur mismunandi gerðum merkingar. Annars vegar er um að ræða það sem viðkomandi orð (eða setning) gefur í skyn eða lætur í ljós og hins vegar þann hlut í heiminum sem orðið táknar eða vísar til. Þannig gæti inntak ...
Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?
Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...
Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?
Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....
Hvernig smitast maður af kláðamaur?
Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...
Hversu miklar líkur eru á að þessari spurningu verði svarað rétt? A: 25%, B: 50%, C: 75%, D: 25%
Þessi spurning er ein þeirra fjölmörgu sem skýtur annað slagið upp kollinum í netheimum og víðar og virðast til þess fallnar að valda þrætum. Hún birtist líka í öðrum myndum, til dæmis þar sem svarmöguleikarnir eru gefnir sem 25%, 50%, 0% og 25%. Ef til vill er sú mynd jafnvel áhugaverðari en hún verður skoðuð neð...
Hvernig er einnota rafhlaða ólík endurhlaðanlegri?
Rafhlöðum er hægt að skipta í tvö undirflokka, einnota og endurhlaðanlegar. Einnota rafhlöður endast yfirleitt lengur í hvert skipti en þær sem eru endurhlaðanlegar. Þær geta geymt meiri orku en eru ekki umhverfisvænar. Rafhlöður breyta efnaorku í raforku og geta geymt orku í ákveðin tíma. Inni í rafhlöðu er se...
Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?
Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan he...
Af hverju var ég léttari í morgun en í gærkvöldi?
Spyrjandi segir okkur því miður ekki nánar frá því, hvernig hann hefur komist að þessari niðurstöðu. Við skulum því hugsa okkur að hann hafi stigið á þokkalega nákvæma vog bæði um kvöldið og síðan morguninn eftir, og hann hafi að sjálfsögðu gætt þess að vera annaðhvort fatalaus í bæði skiptin eða þá í nákvæmlega s...
Hve langt er milli jarðarinnar og Merkúríusar?
Meðalfjarlægð Merkúríusar frá sólu er 57.900.000 km og meðalfjarlægð jarðar frá sólu er 149.503.000 km. Minnsta fjarlægð Merkúríusar frá jörðu er 91.603.000 km en mesta fjarlægðin er 207.403.000 km. Minnsta fjarlægð fæst þegar maður dregur 57.900.00 km (fjarlægð Merkúríusar frá sólu) frá 149.503.000 km (fjarlæ...
Hver er munurinn á tunglmyrkva og nýju tungli?
Tunglið lýsir ekki af eigin rammleik heldur er það sólin sem lýsir upp þá hlið tunglsins sem að henni snýr á hverjum tíma. Við sjáum síðan misjafnlega mikið af þessari upplýstu hlið, eftir því hvernig hún snýr miðað við okkur. Þegar tungl er fullt snýr upplýsta hliðin öll að okkur. Jörðin er þá milli sólar og tung...
Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?
Það er eiginlega ómögulegt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem erfitt er að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Flestir myndu til að mynda samþykkja að kristni, búddismi og hindúatrú væru mismunandi trúarbrögð. En innan kristninnar eru margir "skólar", til dæmis mótmælendatrú og rómversk-kaþólsk trú. Á þ...
Hvað búa margir í Asíu?
Asía er fjölmennasta heimsálfa jarðar. Talið er að um mitt ár 2012 hafi Asíubúar verið um 4,2 milljarðar. Þetta er um 60% alls mannkyns. Asía. Kína er fjölmennasta ríki Asíu og jafnframt fjölmennasta ríki heims. Þar búa rúmlega 1,3 milljarðar manna eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvað búa nák...