Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?

EDS

Landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að 12. apríl verði viðbúnaður vegna fuglaflensu færður af áhættustigi I á stig II. Það þýðir að miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands. Forsenda áhættustigs II er að fuglaflensa (H5N1) hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum en leiðir margra farfugla sem koma hingað til lands liggja einmitt um Bretland. Nú hefur H5N1 veiran greinst í dauðum svan á Skotlandi og í kjölfarið hefur áhættustigið verði fært upp.

Það er erfitt eða kannski ómögulegt að segja nákvæmlega til um hvað felst í „miklar líkur“ á að flensan berist hingað til lands, hvort líkurnar eru 87%, 93% eða kannski 98%. Það skiptir líka kannski ekki öllu máli að tilgreina ákveðna tölu heldur hitt að nú þurfum við að vera viðbúin því að flensan geti borist hingað til lands og það kannski frekar fyrr en seinna.

Rétt er að ítreka að þó svo að fuglaflensa verði greind í fuglum á Íslandi þýðir það ekki að mönnum stafi mikil hætta af henni. Eins og staðan er í dag er þetta fyrst og fremst fuglasjúkdómur og afar sjaldgæft er að hann berist í menn.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.4.2006

Spyrjandi

Ingibjörg Eir, f. 1992

Tilvísun

EDS. „Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5810.

EDS. (2006, 7. apríl). Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5810

EDS. „Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5810>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru miklar líkur í prósentum á að fuglaflensan komi til Íslands?
Landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að 12. apríl verði viðbúnaður vegna fuglaflensu færður af áhættustigi I á stig II. Það þýðir að miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands. Forsenda áhættustigs II er að fuglaflensa (H5N1) hafi greinst á Bretlandseyjum eða í öðrum nágrannaríkjum en leiðir margra farfugla sem koma hingað til lands liggja einmitt um Bretland. Nú hefur H5N1 veiran greinst í dauðum svan á Skotlandi og í kjölfarið hefur áhættustigið verði fært upp.

Það er erfitt eða kannski ómögulegt að segja nákvæmlega til um hvað felst í „miklar líkur“ á að flensan berist hingað til lands, hvort líkurnar eru 87%, 93% eða kannski 98%. Það skiptir líka kannski ekki öllu máli að tilgreina ákveðna tölu heldur hitt að nú þurfum við að vera viðbúin því að flensan geti borist hingað til lands og það kannski frekar fyrr en seinna.

Rétt er að ítreka að þó svo að fuglaflensa verði greind í fuglum á Íslandi þýðir það ekki að mönnum stafi mikil hætta af henni. Eins og staðan er í dag er þetta fyrst og fremst fuglasjúkdómur og afar sjaldgæft er að hann berist í menn.

Hægt er að lesa meira um fuglaflensu á Vísindavefnum í svörunum:

Einnig má benda á vefi Landlæknisembættisins og embættis yfirdýralæknis og vefinn Fuglaflensa.is....