Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2376 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?

Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?

Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Þar sem enginn lofthjúpur er á tunglinu, hvernig gátu tunglfararnir þá talað saman?

Þessi spurning er ein af þeim sem kann að koma spánskt fyrir sjónir en er í rauninni afar eðlileg og tekur á grundvallaratriðum í náttúrunni sem margir gera sér ekki grein fyrir. Það er hárrétt athugað hjá spyrjanda að hljóð berst ekki milli staða nema eitthvert efni sé þar til að bera það. Þegar við tölum sama...

category-iconNæringarfræði

Hvað er átt við þegar talað er um ráðlagða dagskammta (RDS) af næringarefnum?

Þegar talað er um ráðlagðan dagskammt (RDS) er átt við það magn vítamína, steinefna og snefilefna, sem talið er nægja meðalmanni á hverjum degi. Ráðleggingar um heppilegan dagskammt taka mið af þeirri þekkingu sem er til staðar hverju sinni og þess vegna geta RDS-gildin breyst með nýjum rannsóknum og aukinni þ...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju er talað um boðorðin tíu þegar þau eru í raun fjórtán?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Í meginkafla Biblíunnar um „Boðorðin tíu“ eru þau fjórtán (svona ef þið vissuð það ekki), svo þá vaknar spurningin: Hver ákvað að kennd skyldu „bara“ þessi 10 og þá ekki síður hver ákvað hvaða 10 það skyldu vera? Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að það er hægt að lesa fleir...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er líklegt að gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er náttúrufræðikennari á unglingastigi. Ég velti fyrir mér breytingum vegna loftslagsbreytinga. Hvernig er líklegt að hitastig og gróðurfar verði á Íslandi í lok aldarinnar? Þetta er mjög áhugaverð spurning en svarið er ekki einfalt. Gróðurfar skiptir okkur miklu enda er gró...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju fær maður ofnæmi?

Í ofnæmi birtast óæskileg, hvimleið eða jafnvel hættuleg viðbrögð þess kerfis líkamans sem venjulega ver okkur gegn sýkingum, það er ónæmiskerfisins. Í daglegu tali fær hugtakið stundum víðari merkingu og er þá frekar átt við óþol, til dæmis gegn einhverri fæðutegund. Reyndar geta ýmsar fæðutegundir vissulega vaki...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er Santería?

Santería eru trúarbrögð sem einkum hafa verið iðkuð á Kúbu. Þau eru afbrigði af Yoruba-trú sem upprunnin er í Nígeríu, Tógó og Benín. Santería er eins konar samsuða úr Yoruba-trú, kristni og Kardec-spíritisma sem rekur rætur sínar til Frakklands um miðja 19. öld. Santería er einnig kölluð Regla de Ocha, Lukumi, La...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mikilvægt að borða grænmeti?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er það í matnum sem heldur okkur lifandi? þarf líkaminn nauðsynlega að fá vatn, prótín, kolvetni, fitu, vítamín og steinefni til þess að vaxa, þroskast og viðhalda góðri heilsu. Allt þetta þarf að vera í góðu jafnvægi og þess vegna er mikilvægt að borða holla og fjö...

category-iconLæknisfræði

Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?

Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju myndast hringlaga ský þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn?

Upphafleg spurning var sem hér segir: Hver er ástæðan fyrir því að hringlaga ský virðist myndast þegar flugvélar brjóta hljóðmúrinn? Yfirleitt er nokkur raki (vatnssameindir) í öllu lofti í náttúrunni. Þessi raki er í gasham sem kallað er og er með öllu ósýnilegur. Hann er kallaður vatnsgufa (e. steam) en það o...

category-iconNæringarfræði

Hvers vegna geymist kex lengur en brauð?

Munurinn á kexi og brauði liggur fyrst og fremst í vatnsinnihaldinu. Samkvæmt Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) þá er heildarvatnsinnihald í kexi um það bil 2-5% meðan brauð inniheldur 35-50% raka. Heildarvatnsinnihald segir þó ekki alla söguna. Vatnið í matnum okkar er tvenns konar. Annar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?

Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...

Fleiri niðurstöður