Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er lífhvolf?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:
Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins?

Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né of langt í burtu frá henni til að skilyrði fyrir líf séu fyrir hendi. Þá er talað um lífhvolf sólstjörnunnar. Á erlendum málum kallast lífhvolf biosphere, myndað úr grísku orðunum 'bios' sem merkir líf og 'sphaera' sem þýðir kúla eða hnöttur.

Að minnsta kosti þrjú önnur hvolf tilheyra lífholfi jarðar. Þau kallast stinnhvolf (e. lithosphere), vatnshvolf (e. hydrosphere) og gufuhvolf (e. atmosphere). Frosið vatn á jörðinni er stundum látið tilheyra sérstöku hvolfi sem kallast freðhvolf (e. cryosphere).

Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Þrjú önnur hvolf tilheyra lífholfinu: stinnhvolf, vatnshvolf og gufuhvolf. Auk þess er frosið vatn á jörðinni stundum skilgreint sem freðhvolf.

Stinnhvolfið er ysti hluti jarðarinnar, það er jarðskorpan og efsti hluti möttulsins. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (lithosphere) er dreginn af gríska orðinu 'líþos' sem merkir steinn eða berg. Jarðskorpuflekarnir tilheyra stinnhvolfinu en undir því er linhvolfið sem einnig er kallað lághraðalag. Þar er bergið heitt og nálægt bræðslumarki sínu og þess vegna deigt. Orðið lághraðalag vísar til þess að hraði jarðskjálftabylgna lækkar í lághraðalaginu.

Vatnshvolfið er allt vatn á fljótandi formi jörðinni, af þeim eru höfin mest. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (hydrosphere) er dreginn af gríska orðinu 'hydor' sem merkir vatn. Frosið vatn á jörðinni tilheyrir freðholfinu (cryosphere) en fyrri hluti alþjóðlega heitisins er sóttur til gríska orðsins 'krýos' sem merkir meðal annars frost eða ís. Jöklar tilheyra freðhvolfinu og það sama á við um sífrera.

Gufuhvolfið, einnig nefnt lofthjúpur, er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (atmosphere) er dreginn af gríska orðinu 'atmos' sem merkir gufa. Lofthjúpurinn er lagskiptur og oftast er miðað við að hann nái upp í um 100 km hæð. Eftir því sem ofar dregur þynnist hann.

Lífhvolf jarðar nær til allra þessara hvolfa, enda hefur líf í einhverri mynd fundist á margra km dýpi stinnhvolfsins og niður á botn dýpstu djúpála úthafanna, upp í rúmlega 11 km hæð þar sem einstaka fuglar fljúga og jafnvel upp í rúmlega 60 km hæð þar sem örverur hafa fundist.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.11.2021

Spyrjandi

Eva Ólafsdóttir, Eyþór Konráðsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lífhvolf?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82511.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 25. nóvember). Hvað er lífhvolf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82511

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er lífhvolf?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er lífhvolf?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins?

Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né of langt í burtu frá henni til að skilyrði fyrir líf séu fyrir hendi. Þá er talað um lífhvolf sólstjörnunnar. Á erlendum málum kallast lífhvolf biosphere, myndað úr grísku orðunum 'bios' sem merkir líf og 'sphaera' sem þýðir kúla eða hnöttur.

Að minnsta kosti þrjú önnur hvolf tilheyra lífholfi jarðar. Þau kallast stinnhvolf (e. lithosphere), vatnshvolf (e. hydrosphere) og gufuhvolf (e. atmosphere). Frosið vatn á jörðinni er stundum látið tilheyra sérstöku hvolfi sem kallast freðhvolf (e. cryosphere).

Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Þrjú önnur hvolf tilheyra lífholfinu: stinnhvolf, vatnshvolf og gufuhvolf. Auk þess er frosið vatn á jörðinni stundum skilgreint sem freðhvolf.

Stinnhvolfið er ysti hluti jarðarinnar, það er jarðskorpan og efsti hluti möttulsins. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (lithosphere) er dreginn af gríska orðinu 'líþos' sem merkir steinn eða berg. Jarðskorpuflekarnir tilheyra stinnhvolfinu en undir því er linhvolfið sem einnig er kallað lághraðalag. Þar er bergið heitt og nálægt bræðslumarki sínu og þess vegna deigt. Orðið lághraðalag vísar til þess að hraði jarðskjálftabylgna lækkar í lághraðalaginu.

Vatnshvolfið er allt vatn á fljótandi formi jörðinni, af þeim eru höfin mest. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (hydrosphere) er dreginn af gríska orðinu 'hydor' sem merkir vatn. Frosið vatn á jörðinni tilheyrir freðholfinu (cryosphere) en fyrri hluti alþjóðlega heitisins er sóttur til gríska orðsins 'krýos' sem merkir meðal annars frost eða ís. Jöklar tilheyra freðhvolfinu og það sama á við um sífrera.

Gufuhvolfið, einnig nefnt lofthjúpur, er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Fyrri hluti alþjóðlega orðsins (atmosphere) er dreginn af gríska orðinu 'atmos' sem merkir gufa. Lofthjúpurinn er lagskiptur og oftast er miðað við að hann nái upp í um 100 km hæð. Eftir því sem ofar dregur þynnist hann.

Lífhvolf jarðar nær til allra þessara hvolfa, enda hefur líf í einhverri mynd fundist á margra km dýpi stinnhvolfsins og niður á botn dýpstu djúpála úthafanna, upp í rúmlega 11 km hæð þar sem einstaka fuglar fljúga og jafnvel upp í rúmlega 60 km hæð þar sem örverur hafa fundist.

Heimild og mynd:

...