Hvað kallast þrjú meginsvæði (hvolf/hvel) jarðlífsins?Hugtakið lífhvolf er notað um svæðið á og við yfirborð jarðar þar sem líf getur þrifist. Hugtakið er líka hægt að nota um aðrar reikistjörnur og stundum er það haft um svæði sem hvorki er of nálægt sólstjörnu né of langt í burtu frá henni til að skilyrði fyrir líf séu fyrir hendi. Þá er talað um lífhvolf sólstjörnunnar. Á erlendum málum kallast lífhvolf biosphere, myndað úr grísku orðunum 'bios' sem merkir líf og 'sphaera' sem þýðir kúla eða hnöttur. Að minnsta kosti þrjú önnur hvolf tilheyra lífholfi jarðar. Þau kallast stinnhvolf (e. lithosphere), vatnshvolf (e. hydrosphere) og gufuhvolf (e. atmosphere). Frosið vatn á jörðinni er stundum látið tilheyra sérstöku hvolfi sem kallast freðhvolf (e. cryosphere).
- Biosphere - Wikipedia.com. (Sótt 24.11.2021). biosphere | Definition, Resources, Cycles, Examples, & Facts | Britannica. (Sótt 24.11.2021).
- biosphere | National Geographic Society. (Sótt 24.11.2021).
- Atmosphere-Biosphere-Hydrosphere-Lithosphere.png - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: CK-12 Foundation. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. Birt undir CC BY-SA 3.0 leyfi. (Sótt 23.11.2021).