Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1218 svör fundust

category-iconVísindavefurinn

Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?

Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum. Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað syndir hvítháfur hratt?

Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað ná...

category-iconSálfræði

Af hverju vaknar maður um nætur án þess að heyra hávaða eða vera með martröð og hvers vegna verður maður andvaka?

Svefntruflanir geta orsakast af mörgu. Með aldri aukast svefntruflanir og eldra fólk á oft erfiðara með að sofna en þeir sem yngri eru og það vaknar frekar upp á nóttunni. Eins getum við vaknað upp á nóttuni vegna líkamlegra kvilla, vegna verkja, ef við þurfum að pissa eða erum með andþyngsli. Þeir sem eiga ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna leggur fólk aðra í einelti?

Rannsóknir á gerendum í eineltismálum sýna að þeir eiga það oft sameiginlegt að vera árásarhneigðir og hafa jákvætt viðhorf til ofbeldis og ofbeldisverka. Þeir eru oft hvatvísir og hafa mikla þörf fyrir að stjórna, eru drottnunargjarnir. Börn sem eru gerendur í eineltismálum eru oftar en önnur börn með vopn á sér ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?

Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta marglyttur í hafinu umhverfis Ísland orðið stórar?

Hér við land finnast nokkrar tegundir marglytta og kambhvelja. Í meistaraprófsritgerð sem gerð var við Háskóla Íslands skoðaði höfundur magn og tegundafjölbreytni marglytta í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Algengustu tegundir marglytta við landið eru brennihvelja (Cyanea capillata) og bláglytta (Aurelia aurita). ...

category-iconFélagsvísindi

Mega lögreglumenn vera ónúmeraðir, grímuklæddir og neita að gefa upp númer hvað þeir séu?

Lögreglumenn eru að jafnaði einkennisklæddir og gilda strangar reglur um hvernig lögreglubúningur skal úr garði gerður. Sérstök reglugerð hefur verið gefin út af hálfu dómsmálaráðuneytisins um lögregluskilríki og notkun þeirra en þar segir að lögreglumenn og handhafar lögregluvalds skuli að jafnaði vera með lögre...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að taka slátur frekar en að búa það til?

Spurningin hljóðaði svona í sinni upprunalegu mynd: Af hverju er talað um að taka slátur. Af hverju býr maður það ekki til? Ekkert dæmi fann ég í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um að „taka slátur“. Orðasambandið er ekki í Íslenskri orðabók (2002) og ekki í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924...

category-iconSálfræði

Er sannað að greindarpróf verki?

Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...

category-iconHugvísindi

Er hægt að gera ekki neitt?

Áður en við getum tekist á við þessa spurningu þurfum við að taka afstöðu til þess hvort það að gera ekki neitt megi leggja að jöfnu við að vera ekki að gera neitt. Á svipaðan hátt gætum við spurt hvort það að segja ekki neitt sé það sama og ekki að segja neitt. Sá sem þegir, hann er ekki að segja neitt. En er lík...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stendur íslenski arnarstofninn? Hefur hann náð sér á strik eftir friðun?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) var friðaður á Íslandi árið 1913. Á árunum 1905 til 1908 hafði danski fuglafræðingurinn Richard Hörring ferðast um landið og sá á ferðum sínum um þekkt arnarsvæði afar fáa erni. Það var því ljóst að arnarstofninn hér á landi var hruninn og því nauðsynlegt að friða hann svo hann hyr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsti rithöfundurinn í heiminum og hvers konar rit skrifaði hann?

Fyrsti nafngreindi rithöfundur sögunnar var akkadíska hofgyðjan Enheduanna. Hún var uppi í kringum 2300 f.Kr. Enheduanna er ekki eiginlegt nafn heldur titill. Lausleg þýðing hans er „hin æðsta hofgyðja, skrautmunur guðsins An“ og fékk hún nafnið þegar hún var gerð að hofgyðju. Enheduanna var dóttir Sargonar fy...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt sem ég lærði í grunnskóla að sauðfé hafi eytt skógum landsins?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hver er ástæðan fyrir því að skóglendi á Íslandi eyddist upp á sínum tíma? Ég lærði það í grunnskóla á sínum tíma að þetta hafi orsakast vegna búfjár sem gekk á landið. Eru til heimildir fyrir því og nánari upplýsingar um málið? Ljóst er að meirihluti skóglendis á Íslandi h...

category-iconHugvísindi

Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?

Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Wilhelm Johannsen og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?

Wilhelm Ludwig Johannsen var einn af þekktustu erfðafræðingum heims á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn árið 1857. Ungur hóf hann nám í lyfjafræði og lauk því árið 1879. Árið 1881 varð hann aðstoðarmaður efnafræðingsins Johans Kjeldahls á rannsóknarstofu Carlsbergs, en viðfangsefni hans vo...

Fleiri niðurstöður