Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?

Guðrún Kvaran

Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli fyrr. Merkingin er 'óhræsi, lúaleg persóna'.

Merking seinni hluta samsetta orðsins skíthæll er líklega hæll á fæti. Skítur merkir annars vegar 'óhreinindi' og hins vegar 'óþokki'.

Orðið er samsett úr skítur, sem annars vegar merkir 'óhreinindi' en hins vegar 'óþokki', og hæll. Skít- er notað sem herðandi forliður í mörgum orðum eins og til dæmis skítbuxi 'vesalingur’, skítholt 'lúsablesi', skítmenni 'óþokki', skítseiði ’úrþvætti, vesalmenni’, einhverjum er skítsama 'alveg sama' og öðrum er skítkalt 'ónotalega kalt'.

Hver merking hæls er hér er ekki alveg ljóst. Hæll er eins og kunnugt er bakhluti fótar og hælhluti á sokk en hæll getur líka merkt 'handfang á orfi, neðri endi siglutrés' og 'tré- eða málmstautur'. Líklegast tel ég að hæll á fæti liggi að baki og sé notaður sem hluti fyrir heild.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.4.2016

Síðast uppfært

24.4.2024

Spyrjandi

Stefán Freyr Stefánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71646.

Guðrún Kvaran. (2016, 5. apríl). Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71646

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71646>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli fyrr. Merkingin er 'óhræsi, lúaleg persóna'.

Merking seinni hluta samsetta orðsins skíthæll er líklega hæll á fæti. Skítur merkir annars vegar 'óhreinindi' og hins vegar 'óþokki'.

Orðið er samsett úr skítur, sem annars vegar merkir 'óhreinindi' en hins vegar 'óþokki', og hæll. Skít- er notað sem herðandi forliður í mörgum orðum eins og til dæmis skítbuxi 'vesalingur’, skítholt 'lúsablesi', skítmenni 'óþokki', skítseiði ’úrþvætti, vesalmenni’, einhverjum er skítsama 'alveg sama' og öðrum er skítkalt 'ónotalega kalt'.

Hver merking hæls er hér er ekki alveg ljóst. Hæll er eins og kunnugt er bakhluti fótar og hælhluti á sokk en hæll getur líka merkt 'handfang á orfi, neðri endi siglutrés' og 'tré- eða málmstautur'. Líklegast tel ég að hæll á fæti liggi að baki og sé notaður sem hluti fyrir heild.

Mynd:

...