Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 313 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvernig er hægt að þýða orðið melancholy á íslensku?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed. Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orði...

category-iconVísindafréttir

Gervitungl á Háskólatorgi

Dagana 15.-18. janúar 2018 gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að skoða gervitungl á Háskólatorgi en um er að ræða hátæknitungl sem notað er til að mynda jörðina úr mikilli hæð. Margir ætla að gervitungl séu gríðarstór, sem þau hafa auðvitað verið og sum um tíu tonn að þyngd, en með aukinni þróun, og ekki s...

category-iconHugvísindi

Hvað var vistarbandið?

Vistarband má skilgreina á þessa leið:Ef karl og kona réðu ekki eigin búi skyldu þau vera hjú á heimili bónda og eiga þar grið. Venjan var sú að fólk réði sig í ársvist í senn. (Gísli Gunnarsson, 1987, kafli 2.7).Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð?

Steinkol myndast úr leifum ferskvatnsplantna sem grafist hafa í jörð. Það umhverfi sem helst leiðir til kolamyndunar er votlendi þéttvaxið trjám og öðrum gróðri. Trjábolir, greinar, lauf og könglar falla í vatnið, verða vatnsósa og sökkva. Þá einangrast viðurinn frá súrefni andrúmsloftsins en bakteríur halda áfram...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

category-iconVísindavefur

Hvað er heitt á Merkúríusi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna kemur olíubrák á vatn?

Í fullri lengd var spurningin sem hér segir:Allir vita að þegar að olía blandast vatni þá kemur regnbogalituð brák á vatnið. Hvað veldur þessari brák og hversvegna er hún endilega regnbogalituð?Olía er eðlisléttari en vatn og leysist ekki upp í því. Þess vegna flýtur olían á vatni í flekkjum og myndar þunnar himnu...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa?

Svokallaðir nornabaugar eða sveppabaugar verða til vegna áhrifa frá þráðum svepps sem liggur í jarðvegi undir mosanum og verður til þess að mosinn yfir sveppnum vex illa eða jafnvel drepst. Þá sést hringur af dauðum eða veikluðum mosa í mosabreiðunni. Á baugnum eða við hann ber sveppurinn síðan aldin sín og eru þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir 'pæling' og 'að pæla'?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvaðan eru orðið pæling og sögnin að pæla upprunnin og hvenær koma þessi orð fyrst fram í íslenskri tungu? Hafa þau alltaf haft sömu merkingu? Sögnin að pæla hefur tvær aðalmerkingar í íslensku. Annars vegar er hún notuð um að stinga mold upp með pál eða skóflu en páll er s...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?

Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?

Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa Efribakki eða Efri-Bakki?

Ef gengið er út frá því í nafninu að liðurinn Bakki sé sérnafn má rita Efri-Bakki en ef bakki er þarna venjulegt samnafn er ritað Efribakki. Þetta þarfnast nánari útskýringar sem fylgir hér á eftir. Rithátturinn Efribakki samræmist reglu sem var sett fram í auglýsingu menntamálaráðuneytis um stafsetningu árið 1...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er nú vitað um fyrirbærið urðarmána?

Ekki er mjög mikið vitað um fyrirbærið urðarmána (e. ball lightning), en þó er tilvist þess almennt ekki lengur dregin í efa. Urðarmáni er bjartur hnöttur sem birtist við jörð, oftast í tengslum við þrumuveður. Hann getur verið rauður, appelsínugulur, gulur eða blár á lit og honum fylgir oft hvissandi hljóð og jaf...

category-iconHeimspeki

Hver var Lao Tse og hvað gerði hann?

Lao Tse var uppi í Kína á 6. öld fyrir Krist. Hann var umsjónarmaður við bókasafn framan af ævinni. Á leið sinni burt frá Kína, á efri árum, skrifaði hann bókina Tao-te-king sem þýdd hefur verið á íslensku með titlinum Bókin um veginn. Sú bók er höfuðrit taóisma, kínverskrar heimspekihefðar. Konfúsíus og Lao Ts...

Fleiri niðurstöður