Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinn öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og lét þau koma fyrir manninn til þess að sjá, hvað hann nefndi þau. Og hvert það heiti, sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum, skyldi vera nafn þeirra. (1. Mósebók 2:19)Eva hlýtur nafn sitt eftir að hafa etið af skilningstrénu og það er Adam sem gefur henni nafn:
Og maðurinn nefndi konu sína Evu, því að hún varð móðir allra, sem lifa. (1. Mósebók 3:20)Um nafngjöf Adams er hins vegar ekkert sagt í Biblíunni. Hvorki hvað nafn hans merkir né á hvern hátt hann fær það. Hann er einfaldlega nefndur sínu nafni þegar hann eignast sinn þriðja son með Evu, en áður höfðu þau eignast Kain og Abel:
Og Adam kenndi enn að nýju konu sinnar, og hún ól son og kallaði hann Set. ,,Því að nú hefir Guð,`` kvað hún, ,,gefið mér annað afkvæmi í stað Abels, þar eð Kain drap hann.`` (1. Mósebók 4:25)Að þessu leyti svipar Adam til Guðs sem kemur án allra útskýringa fyrir í fyrstu línu Biblíunnar: "Í upphafi skapaði Guð himin og jörð." (1. Mósebók 1:1) Heimild: Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Orðabók Háskólans, Reykjavík, 1989.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. Mynd:
- Wikimedia Commons. (Sótt 10.7.2018).