Hvernig myndi melancholy þýðast yfir á íslensku? Ég hef séð orðabækur þýða það yfir sem þunglyndur, en mér finnst það ekki góð þýðing. Þunglyndur er að sjálfsögðu depressed.Stutta svarið við þessari spurningu er að það fer eftir samhengi hvernig best er að þýða orðið melankólía. Það hefur til dæmis verið þýtt með orðunum 'þunglyndi, geðlægð, fálæti, depurð'. En einnig kæmi til greina að nota orðin 'melankólía, svartagall, svart gall'. Ef ætlunin er að ná sögulegri vísun í þýðingunni væru síðarnefndu orðin heppilegri en þau fyrrnefndu. Melankólía kemur úr grísku og er samsett. Fyrri hlutinn er hvorugkynsmynd af orðinu mélas sem þýðir 'svartur' og seinni hlutinn merkir 'gall'. Bókstafleg merking orðsins er þess vegna 'svart gall', samanber íslenska orðið svartagall sem þekkist í íslensku frá frá miðri 19. öld en kemur nú sjaldan fyrir.

Trérista úr þýska 18. aldar ritinu Physiognomische Fragmente zur Beförderung der Menschenkenntnis und Menschenliebe. Tréristan sýnir á mynd hvernig ójafnvægi í vessum manna gæti birst í útliti. Neðri myndin til hægri sýnir einstakling sem hefur of mikið af svörtu galli og þjáist af melankólíu.
- Four temperaments - Wikipedia. (Sótt 31.01.2017).