Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 568 svör fundust
Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það alme...
Eru til manneskjur á plánetum í öðrum sólkerfum sem eru eins og við erum í útliti?
Þó ekki séu til staðfest dæmi um líf á öðrum hnöttum þá útiloka vísindamenn ekki að líf sé að finna utan jarðarinnar. Nánar má lesa um þetta í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? Þorsteinn hefur einnig svarað spurningunni Búa grænar geimverur á Mars?...
Hvers konar flík er mussa og hvaðan er orðið komið?
Orðið mussa merkir annars vegar ‛tvíhneppt ytri flík karlmanns’ en hins vegar ‛heil víð (bómullar)skyrta’. Í elsta máli var um að ræða einhvers konar skyrtu sem höfð var undir brynju eða pansara. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá miðri 18. öld. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeir...
Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?
Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...
Hvaðan er bæjarnafnið Svertingsstaðir upprunnið?
Tveir bæir á Íslandi eru með nafninu Svertingsstaðir, annars vegar bær í Ytri-Torfustaðahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu og hins vegar í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Þeir koma ekki fyrir í Landnámabók en bær með því nafni er þar nefndur inn frá Fljótshlíð (= Svertingsvölustaðir) (350-351). Svertingsstaðir í Eyja...
Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél?
Mikið hefur verið rætt um öndunarvélar síðustu mánuði af vel þekktum ástæðum. Undirrituð fann tvö dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 1973 og 1980 bæði án forsetningar. Á leitarvefnum tímarit.is var fjöldi dæma en ekkert með á öndunarvél. Langflest dæmin með forsetningu höfðu í öndunarvél en einnig eru þar...
Hvað er áttuhvolf og hvað þarf margar rafeindir til að metta fjórða hvel og ofar í frumeindum?
Með áttuhvolfi eða áttureglu (e. octet rule) er átt við að fyrir frumefni innan aðalflokka lotukerfisins, það er að segja flokka 1 - 2 og 13 - 18, gefi átta rafeindir í gildissvigrúmum stöðuga rafeindaskipan. Ástæðan fyrir þessu er sú, að innan þessara flokka efna er verið að fylla svokallað s-svigrúm og þrjú p-sv...
Hver er munurinn á loftfirrðri og loftháðri öndun?
Öndun er efnaferli í frumum þar sem lífrænum sameindum eins og glúkósa er sundrað til að fá orku. Þetta þurfa allar lífverur að stunda á einn eða annan hátt til að fá orku til að vaxa og viðhalda sér, fjölga sér og hreyfa sig (þær sem það geta). Orkan er geymd í efnatengjum sameindanna sem efnaorka. Með því að sun...
Hverrar tegundar eru fallegu hvítu steinarnir sem finnast í Glerhallavík í Skagafirði?
Glerhallur (draugasteinn, holtaþór) nefnist öðru nafni kalsedón (e. chalcedony). Hann er dulkornótt afbrigði af kvarsi (SiO2) og er þétt sambreyskja örsmárra kristalla. Raunar kom í ljós nýlega að kalsedón er samgróningur tveggja kísilsteinda, kvars (sem kristallast í þríhyrnda kerfinu) og móganíts (einhalla kerfi...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?
Desjarárdalur eða Dysjarárdalur er austan við Ytri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar eftir sr. Sigfús Finnsson frá 1841 er myndin Dysjará (bls. 62) en Desjará í lýsingu sr. Þorvalds Ásgeirssonar á Hofteigsprestakalli frá 1874 (bls. 82) og Desjarárdalur (bls. 79). Sr. Sigfús var Austfirði...
Af hverju glitrar snjórinn?
Nýfallinn snjór glitrar ekki, en harðfenni, sem er þéttari snjór, sem náð hefur að endurkristallast og mynda stærri samhangandi kristalla, glitrar. Nýfallinn snjór er hvítur því örsmáir ískristallarnir í honum dreifa ljósinu í allar áttir óháð öldulengd, án þess að drekka mikið í sig. Ljósið getur náð einhverja...
Af hverju snjóar?
Eins og kunnugt er snjóar þegar kalt er í veðri. En til þess að snjór verði til í háloftunum þarf annars vegar kulda og hins vegar raka. Hitastig niðri við jörð skiptir einnig máli. Úrkoma myndast við rakaþéttingu í skýjum en þegar neðar dregur fer það eftir hitastigi hvort úrkoman falli í formi rigningar, slyddu ...
Hvað eru Schönberg-Chandrasekhar-mörk?
Schönberg-Chandrasekhar-mörk eru ákveðin mörk á massa helínkjarnans í sólstjörnu. Eftir að þeim er náð breytist stjarnan í rauðan risa. Sólstjarna í meginröð lýsir vegna þess að vetni breytist í helín við kjarnasamruna í miðju stjörnunnar. Þannig verður smám saman til gífurlega heitur helínhnöttur í miðju ...
Er mjög hvasst á Júpíter?
Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...