Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mjög hvasst á Júpíter?

Aurora Erika Luciano og Diljá Eiðsdóttir

Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár.

Lofthjúpur Júpíters skiptist í belti og svæði en eitt frægasta veðurfyrirbæri utan jarðar er án efa rauði bletturinn á Júpíter.

Eitt frægasta veðurfyrirbæri utan jarðar er án efa rauði bletturinn á Júpíter. Hann hefur sést frá jörðinni frá um 1831, að því er talið er, og jafnvel allt frá árinu 1665. Rauði bletturinn er sporöskjulaga og tæplega þrisvar sinnum stærri en jörðin að þvermáli. Vindar innan blettsins snúast rangsælis og ljúka hring sínum á sex dögum. Áður fyrr var talið að bletturinn væri langlíf lægð en nú hafa rannsóknir bent til þess að hann sé háþrýstistormur. Júpíter hefur hvorki haf né fast yfirborð sem gæti eytt eða breytt storminum og er það aðalástæðan fyrir því að stormurinn er svo langlífur. Árið 2010 voru birtar fyrstu hitamyndirnar af rauða blettinum. Risasjónauki Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli, var meðal annars notaður við myndatökuna.

Þegar lofthjúpskanninn Galíleó féll í gegnum lofthjúp Júpíters var vindhraðinn stöðugur. Það bendir til þess að sólarhitun sé ekki aðaldrifkraftur vindanna, líkt og hér á jörðinni, heldur sé það innri hiti plánetunnar sem skipti sköpum. Vindhraðinn hefði dregist saman með aukinni dýpt ef um sólarhitun væri að ræða.

Heimildir og mynd:


Vísindavefurinn þakkar Birni Sævari Einarssyni fyrir ábendingar um þetta svar.

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

19.6.2013

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Aurora Erika Luciano og Diljá Eiðsdóttir. „Er mjög hvasst á Júpíter?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65470.

Aurora Erika Luciano og Diljá Eiðsdóttir. (2013, 19. júní). Er mjög hvasst á Júpíter? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65470

Aurora Erika Luciano og Diljá Eiðsdóttir. „Er mjög hvasst á Júpíter?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65470>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mjög hvasst á Júpíter?
Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár.

Lofthjúpur Júpíters skiptist í belti og svæði en eitt frægasta veðurfyrirbæri utan jarðar er án efa rauði bletturinn á Júpíter.

Eitt frægasta veðurfyrirbæri utan jarðar er án efa rauði bletturinn á Júpíter. Hann hefur sést frá jörðinni frá um 1831, að því er talið er, og jafnvel allt frá árinu 1665. Rauði bletturinn er sporöskjulaga og tæplega þrisvar sinnum stærri en jörðin að þvermáli. Vindar innan blettsins snúast rangsælis og ljúka hring sínum á sex dögum. Áður fyrr var talið að bletturinn væri langlíf lægð en nú hafa rannsóknir bent til þess að hann sé háþrýstistormur. Júpíter hefur hvorki haf né fast yfirborð sem gæti eytt eða breytt storminum og er það aðalástæðan fyrir því að stormurinn er svo langlífur. Árið 2010 voru birtar fyrstu hitamyndirnar af rauða blettinum. Risasjónauki Stjörnustöðvar Evrópulanda á suðurhveli, var meðal annars notaður við myndatökuna.

Þegar lofthjúpskanninn Galíleó féll í gegnum lofthjúp Júpíters var vindhraðinn stöðugur. Það bendir til þess að sólarhitun sé ekki aðaldrifkraftur vindanna, líkt og hér á jörðinni, heldur sé það innri hiti plánetunnar sem skipti sköpum. Vindhraðinn hefði dregist saman með aukinni dýpt ef um sólarhitun væri að ræða.

Heimildir og mynd:


Vísindavefurinn þakkar Birni Sævari Einarssyni fyrir ábendingar um þetta svar.

Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....